Smári og Kári karpa: Mannskaðanálgun við rekstur samfélagsins Jakob Bjarnar skrifar 8. júlí 2020 14:41 Fyrir liggur að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er í standandi vandræðum vegna málsins. En óvænt er sem þeir Smári og Kári séu að karpa. Ef að er gáð telja þeir ágætan haus á öxlum hvors annars. visir/vilhelm „Kári er með fínan haus og nýtir hann vel, en ætti að eyða minni orku í að pirrast yfir fólki sem er að sammælast sér,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Smári hafði tjáð sig um þær vendingar sem settu allt í uppnám á Íslandi, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, dró fyrirtæki sitt út úr því verkefni sem snýr að skimun þess fólks sem hingað til lands kemur. Þó Kári hafi hrósað ríkisstjórninni í öðru orðinu, reyndar fyrir að gera ekki neitt, sagðist hann ekki vilja láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir. Þær væru svo seinlátar að það væri einhvers staðar milli þess þess að vera grátlegar og hlægilegar, eins og Kári orðaði það. Hið vafasama hrós til rasssíðra stjórnvalda „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ segir Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú,“ segir Kári og missa hrósyrði hans til handa stjórnvöldum lit, svo ekki sé meira sagt, í þessu samhengi. Smári McCarthy sagði í pistli að vandamálið sé ekki það að einkafyrirtækið Íslensk Erfðagreining ákveði að láta ekki misnota sig til eilífðar án samninga og samráðs ─ sem er algengt fyrirkomulag hjá ríkisstjórninni ─ heldur er vandamálið að við erum með ríkiskerfi sem er búið að grafa svo mikið undan í þágu einkafyrirtækja að kerfið gæti ekki virkað á tilskilinn hátt án þeirra. „Það skrifast á Sjálfstæðisflokkinn og hamfarakapítalismanum þeirra, fyrst og fremst, ásamt þeirra viðhlæjendum í öðrum flokkum,“ skrifaði Smári í pistli sínum. Hann bætti svo við síðar að þó hann hefði gjarnan viljað sleppa því að sjá „Kára Stefánsson taka enn eitt frekjukastið, sérstaklega þegar það gæti bitnað á almannaheilsu og öryggi, þá verð ég að viðurkenna að það er svolítið ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina sem getur ekki tekið jafnvel auðveldustu ákvarðanir um almannahag fá ærlega á baukinn frá einum einkaaðilanum sem Sjallar hömpuðu á sínum tíma,“ sagði Smári. Kári með mörg sverð á lofti Kári er með mörg sverð á lofti og hafði engan hug á því að láta því ósvarað með hið meinta frekjukast sitt. Hann segir Íslenska erfðagreiningu hafa brugðist við þegar ljóst var að heilbrigðiskerfið gat ekki höndlað vandann. „Við björguðum því sem bjargað varð og þegar við þurfum að snúa okkar að því að halda okkur sjálfum á floti flokkast það í huga Smára undir afleiðingar frekjukasts. Hann er með skringilegt höfuð á herðum sér hann Smári en alls ekki alvitlaust," segir Kári í svari. Fyrir liggur að ríkisstjórnin er í meiriháttar klandri vegna málsins. Hins vegar heyrist fátt frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Hún er komin í sumarfrí og ætlar greinilega að njóta þess í stað þess að sinna aðhaldshlutverki sínu og/eða skapa sér stöðu á hinum flokkspólitíska vígvelli. Það sem heyrist er frá Smára sem þá er óvænt kominn í einskonar stæla við Kára. Smári segist reyndar átta sig á því að þó Kári sé hryssingslegur teljist þetta ekki kaldar kveðjur og honum leiðist móðgunargirni. Hann hefur því ekki hug á því að svara Kára. „Mér finnst þetta bara lýsandi fyrir þá mannskaðanálgun á rekstri samfélagsins sem hefur einkennt íslensk stjórnmál svo lengi. Þetta er eiginlega ástæðan fyrir því að ég fór að skipta mér að pólitík,“ segir Smári í samtali við Vísi. Feitu bitarnir einkavinavæddir Þingaðurinn segir niðurdrepandi hversu mörgum tækifærum er fórnað á altari nýfrjálshyggjunnar. „Fólk er svo fast í „einkaframtak“ versus „ríkisvaldið“, en hundsar samspilið. Við þurfum öflugar stofnanir sem liggja öllu öðru til grundvallar; þau lönd sem eru með sterkustu stofnanirnar eru líka yfirleitt með öflugustu hagkerfin. En það er hvorki tilviljun né slys að sýkla og veirufræðideild er ekki leiðandi á heimsvísu, þrátt fyrir að vera nokkuð öflugt. Við erum bókstaflega eitt af ríkustu löndum heims en stjórnvöld láta eins og það sé of dýrt að skara fram úr, að við höfum ekki efni á að reka eðlilegt samfélag. Í staðinn finnur fólk endalausar afsakanir til að einkavinavæða feitu bitana, gera bestu vinina að stóru fiskunum í litlu tjörninni. Sem er galið!“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er í standandi vandræðum vegna málsins en stjórnarandstaðan lætur lítið fyrir sér fara.visir/vilhelm Smári telur að ef við sem samfélag fjármögnum þessa hluti skammlaust muni þeir bjarga þeir okkur þegar hörmungar dynja yfir, en magna okkur upp sem land þegar vel viðrar. „Færnin er til staðar hérna, en hamfarakapítalismi Sjálfstæðisflokksins eitrar allt sem fólk reynir að gera,“ segir Smári og bætir því við að meðlimir ríkisstjórnarinnar hefðu gott af því að lesa The Entrepreneurial State eftir Mariönnu Mazzucato. Stjórnvöld á Ísland hafa lítinn áhuga á eðlilegri samkeppni En er það ekki einfaldlega tilfellið að hugmyndafræðin er orðin svo menguð með viðvarandi pilsfaldakapítalisma, og fólk orðið svo firrt, að það kunni hreinlega ekki lengur að gera greinarmun á ríkisrekstri og einkarekstri? Smári telur einsýnt að Bjarni ráði því sem hann vill ráða í ríkisstjórnarsamstarfinu, ef marka má þá gengdarlausu einkavinavæðingu sem Smári þykist sjá á ríkisrekstrinum.visir/vilhelm „Líklega. Það eru svo margar aðrar leiðir en þetta sem er stundað hérna. Ég hef til dæmis hrifist mikið af skrifum Kevin Carson um mutualisma – mikið til sú hugmynd að frjálsir markaðir geti ekki orðið til innan kapítalisma, því kapítalisminn leggur meiri áherslu á að hámarka fjármagnið og minni áherslu á eðlilega viðskiptahætti. Það sem er svo klikkað er að frjálsir markaðir eru nánast eingöngu mögulegir ef regluverkið tryggir eðlilega samkeppni. Ríkisstjórnir Íslands síðustu áratugi hafa ekki haft mikinn áhuga á eðlilegri samkeppni.“ Smári segir það vissulega rétt að það kunni að reynast erfitt að finna jafnvægi milli eðlilegrar samkeppni, fákeppni og einokunaraðstöðu þegar fámennið er eins og á Íslandi. „En smæðin þarf ekki að vera sá löstur sem hann er orðinn. En við þurfum að passa ansi vel upp á jafnvægið þegar þetta er svona lítið.“ Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Kári er með fínan haus og nýtir hann vel, en ætti að eyða minni orku í að pirrast yfir fólki sem er að sammælast sér,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Smári hafði tjáð sig um þær vendingar sem settu allt í uppnám á Íslandi, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, dró fyrirtæki sitt út úr því verkefni sem snýr að skimun þess fólks sem hingað til lands kemur. Þó Kári hafi hrósað ríkisstjórninni í öðru orðinu, reyndar fyrir að gera ekki neitt, sagðist hann ekki vilja láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir. Þær væru svo seinlátar að það væri einhvers staðar milli þess þess að vera grátlegar og hlægilegar, eins og Kári orðaði það. Hið vafasama hrós til rasssíðra stjórnvalda „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ segir Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú,“ segir Kári og missa hrósyrði hans til handa stjórnvöldum lit, svo ekki sé meira sagt, í þessu samhengi. Smári McCarthy sagði í pistli að vandamálið sé ekki það að einkafyrirtækið Íslensk Erfðagreining ákveði að láta ekki misnota sig til eilífðar án samninga og samráðs ─ sem er algengt fyrirkomulag hjá ríkisstjórninni ─ heldur er vandamálið að við erum með ríkiskerfi sem er búið að grafa svo mikið undan í þágu einkafyrirtækja að kerfið gæti ekki virkað á tilskilinn hátt án þeirra. „Það skrifast á Sjálfstæðisflokkinn og hamfarakapítalismanum þeirra, fyrst og fremst, ásamt þeirra viðhlæjendum í öðrum flokkum,“ skrifaði Smári í pistli sínum. Hann bætti svo við síðar að þó hann hefði gjarnan viljað sleppa því að sjá „Kára Stefánsson taka enn eitt frekjukastið, sérstaklega þegar það gæti bitnað á almannaheilsu og öryggi, þá verð ég að viðurkenna að það er svolítið ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina sem getur ekki tekið jafnvel auðveldustu ákvarðanir um almannahag fá ærlega á baukinn frá einum einkaaðilanum sem Sjallar hömpuðu á sínum tíma,“ sagði Smári. Kári með mörg sverð á lofti Kári er með mörg sverð á lofti og hafði engan hug á því að láta því ósvarað með hið meinta frekjukast sitt. Hann segir Íslenska erfðagreiningu hafa brugðist við þegar ljóst var að heilbrigðiskerfið gat ekki höndlað vandann. „Við björguðum því sem bjargað varð og þegar við þurfum að snúa okkar að því að halda okkur sjálfum á floti flokkast það í huga Smára undir afleiðingar frekjukasts. Hann er með skringilegt höfuð á herðum sér hann Smári en alls ekki alvitlaust," segir Kári í svari. Fyrir liggur að ríkisstjórnin er í meiriháttar klandri vegna málsins. Hins vegar heyrist fátt frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Hún er komin í sumarfrí og ætlar greinilega að njóta þess í stað þess að sinna aðhaldshlutverki sínu og/eða skapa sér stöðu á hinum flokkspólitíska vígvelli. Það sem heyrist er frá Smára sem þá er óvænt kominn í einskonar stæla við Kára. Smári segist reyndar átta sig á því að þó Kári sé hryssingslegur teljist þetta ekki kaldar kveðjur og honum leiðist móðgunargirni. Hann hefur því ekki hug á því að svara Kára. „Mér finnst þetta bara lýsandi fyrir þá mannskaðanálgun á rekstri samfélagsins sem hefur einkennt íslensk stjórnmál svo lengi. Þetta er eiginlega ástæðan fyrir því að ég fór að skipta mér að pólitík,“ segir Smári í samtali við Vísi. Feitu bitarnir einkavinavæddir Þingaðurinn segir niðurdrepandi hversu mörgum tækifærum er fórnað á altari nýfrjálshyggjunnar. „Fólk er svo fast í „einkaframtak“ versus „ríkisvaldið“, en hundsar samspilið. Við þurfum öflugar stofnanir sem liggja öllu öðru til grundvallar; þau lönd sem eru með sterkustu stofnanirnar eru líka yfirleitt með öflugustu hagkerfin. En það er hvorki tilviljun né slys að sýkla og veirufræðideild er ekki leiðandi á heimsvísu, þrátt fyrir að vera nokkuð öflugt. Við erum bókstaflega eitt af ríkustu löndum heims en stjórnvöld láta eins og það sé of dýrt að skara fram úr, að við höfum ekki efni á að reka eðlilegt samfélag. Í staðinn finnur fólk endalausar afsakanir til að einkavinavæða feitu bitana, gera bestu vinina að stóru fiskunum í litlu tjörninni. Sem er galið!“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er í standandi vandræðum vegna málsins en stjórnarandstaðan lætur lítið fyrir sér fara.visir/vilhelm Smári telur að ef við sem samfélag fjármögnum þessa hluti skammlaust muni þeir bjarga þeir okkur þegar hörmungar dynja yfir, en magna okkur upp sem land þegar vel viðrar. „Færnin er til staðar hérna, en hamfarakapítalismi Sjálfstæðisflokksins eitrar allt sem fólk reynir að gera,“ segir Smári og bætir því við að meðlimir ríkisstjórnarinnar hefðu gott af því að lesa The Entrepreneurial State eftir Mariönnu Mazzucato. Stjórnvöld á Ísland hafa lítinn áhuga á eðlilegri samkeppni En er það ekki einfaldlega tilfellið að hugmyndafræðin er orðin svo menguð með viðvarandi pilsfaldakapítalisma, og fólk orðið svo firrt, að það kunni hreinlega ekki lengur að gera greinarmun á ríkisrekstri og einkarekstri? Smári telur einsýnt að Bjarni ráði því sem hann vill ráða í ríkisstjórnarsamstarfinu, ef marka má þá gengdarlausu einkavinavæðingu sem Smári þykist sjá á ríkisrekstrinum.visir/vilhelm „Líklega. Það eru svo margar aðrar leiðir en þetta sem er stundað hérna. Ég hef til dæmis hrifist mikið af skrifum Kevin Carson um mutualisma – mikið til sú hugmynd að frjálsir markaðir geti ekki orðið til innan kapítalisma, því kapítalisminn leggur meiri áherslu á að hámarka fjármagnið og minni áherslu á eðlilega viðskiptahætti. Það sem er svo klikkað er að frjálsir markaðir eru nánast eingöngu mögulegir ef regluverkið tryggir eðlilega samkeppni. Ríkisstjórnir Íslands síðustu áratugi hafa ekki haft mikinn áhuga á eðlilegri samkeppni.“ Smári segir það vissulega rétt að það kunni að reynast erfitt að finna jafnvægi milli eðlilegrar samkeppni, fákeppni og einokunaraðstöðu þegar fámennið er eins og á Íslandi. „En smæðin þarf ekki að vera sá löstur sem hann er orðinn. En við þurfum að passa ansi vel upp á jafnvægið þegar þetta er svona lítið.“
Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45
Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17