Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Hvernig gerum við nú í nýrri bylgju?

Þegar þetta er skrifað er nýkomið í ljós að tæplega 60 manns greindust smituð af kórónuveirunni í gær. Við eru komin á kaf í nýja bylgju faraldursins – og það þrátt fyrir að hafa nánast lokið bólusetningu hjá þjóðinni. Í umræðunni má greina mörg stef: vonbrigði, gremju, ótta og furðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann

Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum.

Tónlist
Fréttamynd

Vonir dofna vegna Delta-afbrigðisins

Þær vonir sem fjárfestar víða um heim höfðu varðandi það að lífið væri að færast í eðlilegan farveg, hafa ekki ræst að fullu. Hagkerfi hafa ekki jafnað sig eins hratt og vonast var og óttast er að það geti jafnvel tekið langan tíma vegna útbreiðslu Delta-afbrigðisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

56 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu.

Innlent
Fréttamynd

Öll sýni neikvæð á Grund

Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 

Innlent
Fréttamynd

Útgöngubann sett á aftur í Ástralíu

Delta afbrigði kórónuveirunnar virðist nú á mikilli siglingu í Ástralíu og nú er svo komið að þrjú fjölmennustu ríki landsins hafa hert sóttvarnalögin á ný.

Erlent
Fréttamynd

Segir hags­muni ferða­þjónustunnar líka hags­muni þjóðarinnar

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar.

Innlent
Fréttamynd

Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna

Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Twitter lokar á þing­konu fyrir fals­fréttir um Co­vid

Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim

Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Smit greindist í bandaríska fimleikaliðinu

Bandarísk fimleikakona, sem er í hópi þeirra sem keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó, greindist með COVID-19 við sýnatöku í Japan í dag. Þónokkur smit hafa greinst á meðal íþróttafólks sem fer á leikana á síðustu dögum.

Sport
Fréttamynd

Smit­tölurnar voru rangar í morgun

Ellefu greindust með Co­vid-19 innan­lands í gær en ekki sex­tán eins og sagði í fréttum í morgun. Al­manna­varnir sendu rangar tölur á fjöl­miðla fyrir há­degi en hafa nú leið­rétt þær.

Innlent