Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 15:10 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir stjórnendur vona það besta. Samsett Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur. Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31