Sandra B. Franks

Fréttamynd

Vaxta­hækkanir og brotið traust - hver ber á­byrgð?

Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­ljós viður­kenning þrátt fyrir stefnu stjórn­valda

Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. 

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­kerfi á tíma­mótum

Heilbrigðiskerfið stendur nú á tímamótum. Skjólstæðingum þess mun fjölga verulega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flóknari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hefur fyrir lengi og verið margítrekuð án þess að farið hafi verið í samstillt átak til að mæta fyrirséðum vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Öldrunar­þjónustan – tæki­færi og á­skoranir

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar­skipti og hús­næðis­öryggi fyrir alla

Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Varð­menn valdsins

Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund Logadóttir: Framtíðarforseti Ís­lands?

Nú eru spennandi tímar. Í nýjustu skoðanakönnun Prósents fyrir forsetakosningarnar 2024, deilir Halla Hrund Logadóttir efsta sætinu með tveimur öðrum frambjóðendum. Staðan er hins vegar sú að hún stendur þeim framar sem efnilegur valkostur í embætti forseta Íslands. 

Skoðun
Fréttamynd

Kerfis­bundið launa­mis­rétti í boði stjórn­valda

Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað þolir þú mikið högg?

Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Jafn­réttis­mál = Ground­hog day

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær konur geta leyst stóru málin

Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið.

Skoðun
Fréttamynd

Rétturinn til að hvílast

Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt.

Skoðun
Fréttamynd

Góðu fréttirnar sem gleymast...

Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­sátt um hvað?

Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópudagur sjúkra­liða

Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Þetta er dagur sem er helgaður okkar góðu stétt og því starfi sem við sinnum. Það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum árlega degi en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum þess.

Skoðun
Fréttamynd

Óskað eftir endur­flutningi ráð­herra

Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“.

Skoðun
Fréttamynd

Sjúkra­liðar mættir til leiks

Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra.

Skoðun
Fréttamynd

Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi

Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi.

Skoðun
Fréttamynd

Tíðindi í heil­brigðis­vísindum

Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri.

Skoðun
Fréttamynd

Hver mun sinna þér?

Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Græðgi og geð­þótti, eða rétt­læti, jöfnuð og vel­ferð

Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta?

Skoðun
Fréttamynd

Sjúkra­liðar – eftir­sóttir til vinnu, líka utan heil­brigðis­þjónustunnar

Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt.

Skoðun
Fréttamynd

Í hverju liggur mesta ó­rétt­læti á Ís­landi?

Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun.

Skoðun
Fréttamynd

Ber lág­launa­fólk á­byrgð á stöðug­leikanum?

Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Mönnun sjúkra­liða

Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs.

Skoðun
Fréttamynd

Hel­vítis vakta­hvatinn!

Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar!

Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út.

Skoðun