Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 26. júní 2025 12:32 Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun