Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Sandra B. Franks skrifar 10. september 2024 08:01 Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun