Óljós viðurkenning þrátt fyrir stefnu stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 28. október 2024 08:32 Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun