Varðmenn valdsins Sandra B. Franks skrifar 29. maí 2024 08:15 Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum. Frambjóðandi sá er vissulega frambærilegur og kemur vel fyrir. Hins vegar vill svo til, að þessi frambjóðandi var forsætisráðherra í fyrradag! Og nú vill ráðherrann komast á forsetastól með stuðningi valdsmanna og „fyrrum“ ríkisstjórnar og eftir fáeinar vikur stimpla lagafrumvörp sömu ríkisstjórnar. Eftir einhverja mánuði verður það svo hlutverk frambjóðandans að hlutast til um næstu stjórnarmyndun. Orðið „armslengd“ kemur ekki fyrst upp í hugann í þessu samhengi. Svo mjög er valdsmönnum hugað um að tryggja kjör síns frambjóðanda, að til starfa voru kallaðir dráttarklárar „Flokksvélarinnar“, sem leggja hart að flokkshollum að styðja „þeirra kandídat“, svo undarlegt sem það kann að virðast, með hliðsjón af pólitískri grunngerð frambjóðandans. Þessu hefur síðan fylgt ófrægingar- og smjörklípuherferð í miðlum Morgunblaðsins, gegn frambjóðendum sem valdsmönnum þykja vera það frakkir að ryðjast fram á sviðið og ætla sér að „stela völdum“ eða heiðri frá „establishmentinu“. Samhliða því heldur Morgunblaðið upp vörnum fyrir frambjóðanda sinn, sem er sagður hafa mátt þola ómaklega gagnrýni. Mögulega er eitthvað til í því. Hins vegar þarf ekki djúpt innsæi til að sjá í hendi sér að slík gagnrýni er varla meiri en við mátti búast fyrir frambjóðanda í slíkri stöðu. Gagnrýnin á líklega helst rætur hjá fólki sem áður studdi frambjóðandann og kaus viðeigandi flokk, en finnst það nú svikið og prinsippin horfin. Óþægur ljár í þúfu? Sá frambjóðandi sem valdsmenn reyna einkum að sverta með atbeina Morgunblaðsins er hin skelegga Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Í fljótu bragði verður ekki auðséð hvað það er sem valdsmenn óttast svo mjög við framboð hennar, því völd forseta eru takmörkuð. En forseti hefur mikilvæga rödd, og vera má að valdsmenn séu uggandi yfir því, að nái Halla Hrund kjöri, þá kunni hún að enduróma rödd almennings í vissum málaflokkum, ekki síst í orku- og auðlindamálum, sem eru henni hugleikin. Kannski óttast valdsmenn þá staðreynd, að hún hefur tjáð sig um að ekki væri óeðlilegt að almenningur og smærri fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, hefðu forgang þegar kemur að raforkudreifingu, í stað þess að mæta afgangi og stóriðnaður sitji í öndvegi. Varla kemur á óvart að talsmenn iðnjöfra eru mótfallnir slíkum hugmyndum. Halla Hrund hefur einnig látið í það skína, að hún sé ekki hrifin af því að heilu eða hálfu hrepparnir verði þaktir með vindmyllum og telur ráðlegt að fara hægt í slíka uppbyggingu. Auk þess hefur hún viðrað áhyggjur af lagareldi og langtímaleyfisveitingum því tengdu, svo eitthvað sé nefnt sem valdsmenn kynnu að óttast. Valdsmenn hafa kannski áhyggjur af því að Halla Hrund kunni að vera mótfallin frekari virkjunum og hafa vænt Orkustofnun um að tefja fyrir framgangi virkjunarmála. Staðreyndin er þó sú, að það eru kærumál sem valdið hafa töfum, en ekki Orkustofnun. Halla Hrund er hreint ekki mótfallin virkjanaáformum. Hún hefur hins vegar sagt, að við nýtingu auðlinda þurfi fyrst og fremst að horfa til sjálfbærni, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, fallvötn eða landið sjálft, sem er jú ein helsta auðlind okkar nú á tímum. Eins hefur hún bent á langtímahættu sem kann að fylgja sölu jarða, sér í lagi til erlendra aðila, þar sem því fylgi jafnframt áhætta á framsali meðfylgjandi auðlinda úr landi, m.a. vatni, vindi og varma. Vera má að valdsmenn hugsi sér gott til glóðar með sölu á Landsvirkjun í framtíðinni og þar með virkjunum okkar, en Halla Hrund hefur nefnt það sem klárt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Verðugur fulltrúi almennings Halla Hrund heldur göngu sinni áfram vonglöð og ótrauð, sem fulltrúi almennings, en ekki valdastéttar. Mín skoðun er sú, að þessu sérstaka embætti eigi helst að gegna einstaklingur sem ekki er brenndur af argaþrasi pólitískrar fortíðar, hvað þá nútíðar, með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa gefið sig að stjórnmálum. Ég treysti Höllu Hrund fyllilega til að taka erfiðar ákvarðanir, ef til þess kæmi, sér í lagi ef þær varða fullveldi, fjöregg okkar og framtíðarmöguleika. Hún er vel gerð, hefur einkar góða nærveru og á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hún er kannski ekki jafn slípaður „órator“ og sumir frambjóðenda, sem staðið hafa í ræðupúltum í áratugi. Hún er þó að styrkjast í þeirri íþrótt dag frá degi. Orsök uppgangs Höllu Hrundar undanfarið er öðru fremur sú, að fólk hefur skynjað að þar er á ferðinni hæf, hugdjörf, eljusöm og viðfelldin manneskja, með jákvætt erindi, hreinan skjöld og bjarta áru, kona sem er hugað um auðlindir okkar og vill af einlægni gera löndum sínum gagn með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap og gjörðum. Ég veit úr hverju hún er gerð og þess vegna styð ég hana heilshugar og skora á kjósendur úr öllum stéttum að veita henni brautargengi. Fólkið kýs forsetann, en ekki valdastéttin! Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sandra B. Franks Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum. Frambjóðandi sá er vissulega frambærilegur og kemur vel fyrir. Hins vegar vill svo til, að þessi frambjóðandi var forsætisráðherra í fyrradag! Og nú vill ráðherrann komast á forsetastól með stuðningi valdsmanna og „fyrrum“ ríkisstjórnar og eftir fáeinar vikur stimpla lagafrumvörp sömu ríkisstjórnar. Eftir einhverja mánuði verður það svo hlutverk frambjóðandans að hlutast til um næstu stjórnarmyndun. Orðið „armslengd“ kemur ekki fyrst upp í hugann í þessu samhengi. Svo mjög er valdsmönnum hugað um að tryggja kjör síns frambjóðanda, að til starfa voru kallaðir dráttarklárar „Flokksvélarinnar“, sem leggja hart að flokkshollum að styðja „þeirra kandídat“, svo undarlegt sem það kann að virðast, með hliðsjón af pólitískri grunngerð frambjóðandans. Þessu hefur síðan fylgt ófrægingar- og smjörklípuherferð í miðlum Morgunblaðsins, gegn frambjóðendum sem valdsmönnum þykja vera það frakkir að ryðjast fram á sviðið og ætla sér að „stela völdum“ eða heiðri frá „establishmentinu“. Samhliða því heldur Morgunblaðið upp vörnum fyrir frambjóðanda sinn, sem er sagður hafa mátt þola ómaklega gagnrýni. Mögulega er eitthvað til í því. Hins vegar þarf ekki djúpt innsæi til að sjá í hendi sér að slík gagnrýni er varla meiri en við mátti búast fyrir frambjóðanda í slíkri stöðu. Gagnrýnin á líklega helst rætur hjá fólki sem áður studdi frambjóðandann og kaus viðeigandi flokk, en finnst það nú svikið og prinsippin horfin. Óþægur ljár í þúfu? Sá frambjóðandi sem valdsmenn reyna einkum að sverta með atbeina Morgunblaðsins er hin skelegga Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Í fljótu bragði verður ekki auðséð hvað það er sem valdsmenn óttast svo mjög við framboð hennar, því völd forseta eru takmörkuð. En forseti hefur mikilvæga rödd, og vera má að valdsmenn séu uggandi yfir því, að nái Halla Hrund kjöri, þá kunni hún að enduróma rödd almennings í vissum málaflokkum, ekki síst í orku- og auðlindamálum, sem eru henni hugleikin. Kannski óttast valdsmenn þá staðreynd, að hún hefur tjáð sig um að ekki væri óeðlilegt að almenningur og smærri fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, hefðu forgang þegar kemur að raforkudreifingu, í stað þess að mæta afgangi og stóriðnaður sitji í öndvegi. Varla kemur á óvart að talsmenn iðnjöfra eru mótfallnir slíkum hugmyndum. Halla Hrund hefur einnig látið í það skína, að hún sé ekki hrifin af því að heilu eða hálfu hrepparnir verði þaktir með vindmyllum og telur ráðlegt að fara hægt í slíka uppbyggingu. Auk þess hefur hún viðrað áhyggjur af lagareldi og langtímaleyfisveitingum því tengdu, svo eitthvað sé nefnt sem valdsmenn kynnu að óttast. Valdsmenn hafa kannski áhyggjur af því að Halla Hrund kunni að vera mótfallin frekari virkjunum og hafa vænt Orkustofnun um að tefja fyrir framgangi virkjunarmála. Staðreyndin er þó sú, að það eru kærumál sem valdið hafa töfum, en ekki Orkustofnun. Halla Hrund er hreint ekki mótfallin virkjanaáformum. Hún hefur hins vegar sagt, að við nýtingu auðlinda þurfi fyrst og fremst að horfa til sjálfbærni, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, fallvötn eða landið sjálft, sem er jú ein helsta auðlind okkar nú á tímum. Eins hefur hún bent á langtímahættu sem kann að fylgja sölu jarða, sér í lagi til erlendra aðila, þar sem því fylgi jafnframt áhætta á framsali meðfylgjandi auðlinda úr landi, m.a. vatni, vindi og varma. Vera má að valdsmenn hugsi sér gott til glóðar með sölu á Landsvirkjun í framtíðinni og þar með virkjunum okkar, en Halla Hrund hefur nefnt það sem klárt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Verðugur fulltrúi almennings Halla Hrund heldur göngu sinni áfram vonglöð og ótrauð, sem fulltrúi almennings, en ekki valdastéttar. Mín skoðun er sú, að þessu sérstaka embætti eigi helst að gegna einstaklingur sem ekki er brenndur af argaþrasi pólitískrar fortíðar, hvað þá nútíðar, með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa gefið sig að stjórnmálum. Ég treysti Höllu Hrund fyllilega til að taka erfiðar ákvarðanir, ef til þess kæmi, sér í lagi ef þær varða fullveldi, fjöregg okkar og framtíðarmöguleika. Hún er vel gerð, hefur einkar góða nærveru og á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hún er kannski ekki jafn slípaður „órator“ og sumir frambjóðenda, sem staðið hafa í ræðupúltum í áratugi. Hún er þó að styrkjast í þeirri íþrótt dag frá degi. Orsök uppgangs Höllu Hrundar undanfarið er öðru fremur sú, að fólk hefur skynjað að þar er á ferðinni hæf, hugdjörf, eljusöm og viðfelldin manneskja, með jákvætt erindi, hreinan skjöld og bjarta áru, kona sem er hugað um auðlindir okkar og vill af einlægni gera löndum sínum gagn með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap og gjörðum. Ég veit úr hverju hún er gerð og þess vegna styð ég hana heilshugar og skora á kjósendur úr öllum stéttum að veita henni brautargengi. Fólkið kýs forsetann, en ekki valdastéttin! Höfundur er stjórnmálafræðingur
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun