Innlent

Fréttamynd

Lýsir yfir vonbrigðum með þjóðkirkjuna

Formaður Samtakanna '78 segir vonbrigði að þjóðkirkjan sé ekki tilbúin að leggja hjúskap samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigðra. Tillaga um að þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi, að lögum verði breytt á þann veg að prestar fái að gefa saman samkynhneigð pör, var felld á Prestastefnu sem lauk í gær.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir í Bolungarvík

Stærsti vinnuveitandi Bolungarvíkur hefur sagt upp meginhluta starfsfólks síns. 48 starfsmönnum hjá rækjuvinnslunni Bakkavík í Bolungarvík hefur verið sagt upp í landvinnslu félagsins. Hjá landvinnslunni störfuðu 60 manns áður en til uppsagna kom Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur rækjuvinnslunnar hafi gengið erfiðlega undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Sláandi lík lógó

Umræða um það hve vörumerki geta oft verið keimlík kviknaði fyrr í mánuðinum þegar sameinuð félög ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja kynntu nýja nafnið sitt N1 og þar með nýtt vörumerki. ESSO merkið gamla var þurrkað út og N1 kom í staðinn. Vakti merkið reiði hjá forsvarsmönnum fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri. Þótti merkið hjá N einum sláandi líkt N fjórum.

Innlent
Fréttamynd

Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi

Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu

291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkamsmeiðingum fjölgar um helming

Fjöldi líkamsmeiðinga sem tilkynntar voru til lögreglu í mars fjölgaði um 50 prósent miðað við marsmánuð á síðasta ári. Ölvunarakstursbrot jukust um rúmlega 40 prósent. Þá hefur tíðni fíkniefnabrota stigvaxið í mánuðinum frá árinu 2003, en flest þeirra eru framin frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta kemur fram í nýrri samantekt lögreglunnar um fjölda afbrota á landinu í marsmánuði síðastliðin ár.

Innlent
Fréttamynd

Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu ESB

Róið er að því öllum árum að markaðsvæða heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta sagði Dorte Sindbjerg Martinsen frá Kaupmannahafnarháskóla í erindi sem hún flutti á ársfundi norrænna verkalýðsfélaga í vikunni. Hún segir ekki fara mikið fyrir áformunum, en ýmsir hagsmunaaðilar séu á bakvið þau. Þetta kemur fram í frétt á vef BSRB.

Innlent
Fréttamynd

Sáttatillaga Hótel Sögu til klámframleiðenda

Hótel Saga hefur svarað kröfu lögmanna aðstandenda klámráðstefnunnar sem halda átti hér á landi með sáttatillögu. Ekki hefur verið gefið upp hver upphæð sáttatillögunnar er en aðstandendur ráðstefnunnar krefjast rúmlega 10 milljóna króna í skaðabætur frá hótelinu.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ár fyrir líkamsárásir og nauðganir

Hæstiréttur dæmdi í gær Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir á fyrrverandi sambýliskonu sína og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið að tryggja sameiginlega hagsmuni

Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi.

Erlent
Fréttamynd

Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum

Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af viðbrögðum veitingamanna

Samtök ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af viðbrögðum þeirra veitingamanna sem ekki lækkuðu verðskrár eftir 1. mars þegar virðisaukaskattur lækkaði. Þau segja samtöðu í málinu auka trúverðugleika samtakanna gagnvart stjórnvöldum. Hins vegar hafi skammtímasjónarmið ráðið ferðinni hjá mörgum á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Siðmennt fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra

Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Þeir telja að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Siðmennt sendi Allsherjarþingi Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent

Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group kaupir í Commerzbank

FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða

Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions

Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samstarfsmaður Orkuveitunnar fær “Litla Nóbelinn”

Wallace S. Broecker helsti samstarfsmaður Orkuveitur Reykjavíkur í verkefninu CO2á Hengilssvæðinu hlaut í dag Crafoord verðlaunin. Verðlaunin eru virtustu jarðvísindaverðlaun heims. Þau eru oft kölluð Litli Nóbelinn og eru veitt af Sænsku vísindaakademíunni, eins og Nóbelsverðlaunin.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta við geðfatlaða færist til borgarinnar

Til stendur að Reykjavíkurborg taki að sér uppbyggingu búsetu og þjónustu við geðfatlað fólk í Reykjavík. Velferðarráð borgarinnar samþykkti á fundi í gær að verða við beiðni Félagsmálaráðuneytisins um viðræður þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefnahundur finnur efni í bifreið

Fíkniefnahundurinn Bea sem er í eign lögreglunnar á Selfossi fann 29 grömm af hassi við leit í bifreið á Eskifirði. Lögreglumenn höfðu stöðvað bifreiðina í almenni eftirliti. Grunur vaknaði um að fíkniefni væru í bifreiðinni og var hundateymi kallað til aðstoðar. Í framhaldiinu varð gerð húsleit á heimili hins grunaða. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirði og tveir í Reykjavík en þetta voru allt karlmenn. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Sá þriðji var með löngu útrunnið ökuskírteini og lenti þar að auki í umferðaróhappi.

Innlent
Fréttamynd

Ný skrifstofa barna- og fjölskyldumála

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur ákveðið að setja á stofn skrifstofu barna- og fjölskyldumála í Félagsmálaráðuneytinu. Meginverkefni hennar verða að vinna að stefnumótun og þróun í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna. Það verður meðal annars gert í samvinnu við Barnaverndarstofu.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdir unnar á lögreglubifreiðum

Nokkuð hefur borið á því undanfarin misseri að unnar séu skemmdir á lögreglubifreiðum. Slík atvik eru litin afar alvarlegum augum af embætti ríkislögreglustjóra. Fyrir nokkru var ákveðið að fela lögmannsstofu að útbúa ítarlegar bótakröfur í slíkum tilvikum og fylgja innheimtu þeirra eftir. Það hefur gefið góða raun og verður þess vegna haldið áfram.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Bakkavarar 1,2 milljarðar króna

Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir fjórðunginn lofa góðu enda sé búist við miklum vexti á markaði með ferskar matvörur í Evrópu og Kína á næstu fjórum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista selur hlut sinn í IGI Group

Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega tryggingafélagsins AmTrust Insurance. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag samstæðunnar en samkvæmt samningi er söluverðið trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sparisjóðir Skagafjarðar og Siglufjarðar sameinast

Stjórnir Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna. Í tillögu sem lögð verður fyrir fund stofnfjáreigenda er gert ráð fyrir því að eigið fé hins sameinaða sjóðs verði um einn milljarður króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Systirin selur bræðrum sínum

Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla,“ segir Karl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir

Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna

Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi.

Viðskipti innlent