Innlent

Líkamsmeiðingum fjölgar um helming

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Flest fíkniefnamál koma upp frá miðnætti til klukkan sex að morgni.
Flest fíkniefnamál koma upp frá miðnætti til klukkan sex að morgni.

Fjöldi líkamsmeiðinga sem tilkynntar voru til lögreglu í mars fjölgaði um 50 prósent miðað við marsmánuð á síðasta ári. Ölvunarakstursbrot jukust um rúmlega 40 prósent. Þá hefur tíðni fíkniefnabrota stigvaxið í mánuðinum frá árinu 2003, en flest þeirra eru framin frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta kemur fram í nýrri samantekt lögreglunnar um fjölda afbrota í marsmánuði síðastliðin ár.

Flest þjófnaðarmál og innbrot voru framin á miðvikudögum og sunnudögum í mars. En á venjulegum laugardegi voru að meðaltali framin 10 fíkniefnabrot, 14 eignaspjöll og 12 ölvunarakstursbrot. Flestar líkamsmeiðingar áttu sér hins vegar stað á sunnudegi.

Tíðni umferðar- og hegningarlagabrota er hæst frá hádegi til klukkan sex að kvöldi.

Innbrotum og þjófnaðarmálum fjölgaði sem og áfengis- og ölvunarakstursbrotum sem jukust um rúmlega 40 prósent frá fyrra ári.

Hegningarlagabrot í síðasta mánuði voru 1.087 og er það aukning frá síðasta ári. Á sama tíma og fíkniefnabrotum fjölgar jafnt og þétt er meiri sveifla á tölum um hegningar- og umferðarlagabrot á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×