Viðskipti innlent

Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna

Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi.

Félagið hóf að gera reikninga sína upp í evrum á fjórðungnum.

Hagnaður af rekstrarstarfsemii Existu nam 15,5 milljörðum króna en hagnaður af fjárfestingastarfsemi nam 41,7 milljörðum á tímabilinu..

Hagnaðurinn nemur 5 krónum á hlut.

Arðsemi eigin fjár nam 112,8 prósentum ár ársgrundvelli. Eigið fé nam 232 milljörðum króna og jókst um 39 prósent á tímabilinu.

Haft er eftir Lýði Guðmundssyni, stjórnarformanni Existu, að rekstur félagsins hafi verið afar traustur á fjórðungnum. Marki uppgjörið viss þáttaskil því með því að færa hlutdeild í hagnaði Kaupþings og finnska félaginu Sampo aukist vægi fjármálaþjónustu í tekjum félagsins auk þess sem tekjugrunnurinn styrkist. Þá gengur rekstur samstæðunnar vel og horfur almennt jákvæðar, að hans sögn.

Uppgjör Existu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×