Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent 27. apríl 2007 10:12 Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Mynd/E.Ól. Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira