Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent 27. apríl 2007 10:12 Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Mynd/E.Ól. Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira