Innlent

Ný skrifstofa barna- og fjölskyldumála

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra.
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. MYND/GVA

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur ákveðið að setja á stofn skrifstofu barna- og fjölskyldumála í Félagsmálaráðuneytinu. Meginverkefni hennar verða að vinna að stefnumótun og þróun í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna. Það verður meðal annars gert í samvinnu við Barnaverndarstofu.

Skrifstofan mun annast almenna stjórnsýslu í málum sem varða börn og ungmenni, barnavernd og málefni fjölskyldna og annast samþættingu við mótun og framkvæmd stefnu á þessum sviðum. Skrifstofustjóri mun jafnframt vinna náið með sérfræðingum á öðrum sviðum félagsmálaráðuneytisins, svo sem á sviði jafnréttismála, vinnumarkaðsmála, sveitarstjórnarmála og félagslegrar þjónustu.

Félagsmálaráðuneytið hefur auglýst stöðu skrifstofustjóra hinnar nýju skrifstofu barna- og fjölskyldumála laust til umsóknar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×