Innlent Sigríður Margrét ráðin framkvæmdastjóri Skjá miðla Skjár miðlar heitir nýtt félag sem Skipti hf, móðurfélag Símans, hefur stofnað. Undir Skjá miðla heyra Já og Skjárinn. Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Björn Þórir Sigurðsson sjónvarpsstjóri. Innlent 19.6.2007 22:15 Nýtt fjögurra stjörnu hótel í miðborg Reykjavíkur Nýtt fjögurra stjörnu hótel mun rísa í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur þar sem Iðnaðarbankinn var áður til húsa. Samningur um byggingu hótelsins var undirritaður á þaki hússins í dag. Innlent 19.6.2007 19:48 Ráðherra íhugar lög um kynjakvóta Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. Innlent 19.6.2007 19:43 Kastljós sendir frá sér athugasemdir vegna úrskurðar siðanefndar Kastljós hefur sent frá sér athugasemdir vegna úrskurðar Siðanefndar fyrr í dag og fara þær hér á eftir: Siðanefnd Blaðamannafélagsins sendi frá sér úrskurð í dag þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi verið Innlent 19.6.2007 17:19 Yfirtökutilboð í Stork Evrópska fjárfestingafélagið Candover hefur gert yfirtökutilboð í hollensku samstæðuna Stork NV upp á tæpar 47 evrur á hlut en boðið hljóðar upp á 1,47 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 123 milljarða íslenskra króna. Hollenska félagið LME Holding, sem Marel á 20 prósenta hlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, flaggaði 11 prósenta hlut í Stork í síðustu viku. Viðskipti innlent 19.6.2007 15:50 Bleiku steinarnir afhentir þingmönnum NV kjördæmis Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femístafélags Íslands, voru afhentir á Austurvelli í morgun. Að þessu sinni voru steinarnir afhentir þingmönnum Norðvesturkjördæmis, en ástæðan fyrir valinu er sú að engin kona situr nú á þingi fyrir kjördæmið. Innlent 19.6.2007 14:25 Konur fengu kosningarétt fyrir 92 árum Þess er minnst í dag, 19. júní, að 92 ár eru frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og hyggjast nokkur samtök minnast þess í dag með yfirskriftinni málum bæinn bleikan. Samtökin standa fyrir ýmsum viðburðum í dag, þeim fyrsta klukkan tíu þar sem Femínistafélagið afhendir árleg hvatningarverðlaun sín, Bleiku steinana. Innlent 19.6.2007 07:01 Sömdu við einkaaðila vegna biðraða Langar biðraðir við leiktæki í Hljómskálagarðinum urðu til þess að borgin ákvað að semja við einkaaðila um að starfrækja leiktæki í Lækjargötu. Innlent 18.6.2007 19:28 Einkatímar hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni Ökuníðingum er boðið uppá námskeið, til að læra að komast undan laganna vörðum, á vefsíðunni HLS.is. Þar kemur fram að tilefnið sé hærri sektir og hert viðurlög við hraðakstri vélhjóla. Boðið er upp á hópnámskeið sem og einkatíma hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni. Innlent 18.6.2007 19:16 Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Hjaltested Ófeigsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann þröngvaði konu með ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka. Innlent 18.6.2007 17:47 Metvelta á fasteignamarkaði Greiningardeild Landsbankans segir fasteignaviðskipti hafa verið með líflegasta móti undanfarnar vikur. Hafi velta aldrei verið meiri og gildi þá einu hvort litið er til meðaltals síðustu 12 vikna eða sex mánaða. Viðskipti innlent 18.6.2007 15:40 Marel sækir inn á Kínamarkað Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Viðskipti innlent 18.6.2007 11:46 Dottaði og keyrði á ljósastaur Umferðaróhapp var á Reykjanesbrautinni undir morgun er bifreið var ekið á ljósastaur skammt austan við Grindavíkurveg. Fram kemur á vef lögreglunnar að ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, hafi kennt til í höndum og verið allur aumur í skrokknum og var hann því fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Innlent 18.6.2007 08:19 Slökkvilið kallað út vegna brennandi pappakassa Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsi við Lokastíg í miðbæ Reykjavíkur um ellefuleytið í gærkvöld vegna elds í pappakössum og rusli. Það voru nágrannar sem gerðu viðvart um eldinn og reyndu lögregla og vegfarandi að slökkva hann með handslökkvitæki. Innlent 18.6.2007 07:03 Rólegt á Akureyri í nótt Eftir tvær erilsamar nætur var öllu rólegra hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Að hennar sögn safnaðist mikill fjöldi saman í bænum vegna hátíðardagskrár í gærkvöld sem stóð til hálfeitt. Lögregla segist þó hafa rekist á nýstúdenta fram undir morgun en þeir fögnuðu flestir áfanganum án nokkurra láta. Innlent 18.6.2007 07:00 Hátíðahöld gengu vel fyrir sig í gær Hátíðahöld í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld tilefni þjóðhátíðardagsins gengu að mestu áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglu. Hún telur að á bilinu 30-40 þúsund manns hafi verið í bænum um tíuleytið í gærkvöld er þá var boðið upp á tónleika og dansleik. Innlent 18.6.2007 06:55 Ísland sigraði Serba Íslendingar tryggðu sér þáttökurétt á Evrópumótinu í Noregi í kvöld. Ísland sigraði Serbíu 42 - 40 í spennandi leik þar sem liðsheildin skóp sigur. Ísland þurfti að sigra með tveimur mörkum eftir að hafa tapað 30 - 29 í Serbíu um síðustu helgi. Innlent 17.6.2007 21:46 Velta jókst aukast á fasteignamarkaði Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins. Viðskipti erlent 15.6.2007 17:10 Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar lokagildi hennar stóð í 8.179 stigum, sem er einu stigi hærra en hæsta lokagildi hennar 29. maí síðastliðinn. Vísitalan hækkaði lítillega í dag, eða um 0,14 prósentustig. Viðskipti innlent 15.6.2007 16:56 Umferðarráð hvetur til aðgæslu í umferðinni Umferðarráð hefur sent frá sér ályktun vegna sumarferða á þjóðvegum landsins. Í henni segir að Sumarið sé tími skemmtiferða en því miður einnig margra alvarlegra slysa á þjóðvegum landsins. Umferðarráð minnir ökumenn á mikilvægi þess að aka varlega og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni. Innlent 15.6.2007 16:31 Straumur selur í Betson Straumur-Burðarás ætlar að selja hlut sinn í sænska leikja- og fjárhættuspilafyrirtækinu Betsson. Hluturinn er nú þegar í sölumeðferð hjá Carnegie og SEB Enskilda bank í Svíþjóð en markaðsvirði hans nemur 4,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.6.2007 16:23 Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram á morgun Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14. í Laugardalshöll. 1056 kandidatar munu taka við skírteinum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors. 395 útskrifast með meistaragráðu eða diplómanám á meistarastigi og 695 með BS eða BA gráðu. Níu kandidatar útskrifast með fleiri en eina prófgráðu. Innlent 15.6.2007 12:01 Tekjuafgangur ríkissjóðs jókst um 4,6 milljarða Heildartekjur ríkissjóðs námu 109,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 16,6 milljarða í fyrra. Heildarútgjöld námu 92,5 milljörðum króna og er tekjujöfnuður því 16,8 milljarðar króna. Þetta er 4,6 milljörðum betri afkoma en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 15.6.2007 09:30 30 þúsund gætu fengið óvæntan glaðning Yfir þrjátíu þúsund fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum eiga í sameiningu yfir 30 milljarða króna í sjóðum félagsins án þess að hafa hugmynd um það. Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum verður væntanlega slitið á aðalfundi félagsins í dag, samkvæmt tillögu þar um, og nýtt hlutafélag stofnað í staðinn. Innlent 15.6.2007 07:56 Sátt næst í máli Decode og CHP Allir málsaðilar hafa náð sátt og dregið kröfur sínar til baka í dómsmáli, sem Íslensk erfðagreining höfðaði gegn bandaríska sjúkrahúsinu Childrens Hospital of Philadelphia og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, sem hófu störf þar. Viðskipti innlent 15.6.2007 07:17 Dansað við dáta í Bankastræti Hópur Íslendinga og vopnabræður okkar úr Atlantshafsbandalaginu lentu í átökum í Bankastræti í gærkvöldi sem lauk með því að Íslendingur beit einn dátann svo harkalega í eyrað að flytja þurfti hann á Slysadeild til að gera að sárinu. Innlent 15.6.2007 07:13 Vill gera mótorhjólin upptæk Sýslumaðurinn á Selfossi hefur lagt hald á bæði mótorhjólin, sem komu við sögu umferðarslyss á Breiðholtsbraut í vikunni og ætlar að krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs. Það yrði fyrsta mál sinnar tegundar eftir að ný lög heimiluðu slíkt en þau tóku gildi í apríl. Innlent 15.6.2007 07:10 Níu teknir fyrir of hraðan akstur í Öxnadal Níu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Öxnadal síðdegis í gær, sem vart er í frásögu færandi nema hvað sex þeirra voru útlendingar á bílaleigubílum. Þeir óku einnig hraðar en Íslendingarnir sem gerðust brotlegir. Innlent 15.6.2007 07:03 Karlmaður hneig niður á fótboltaleik Karlmaður hneig niður á leik Keflavíkur og Fram sem fram fór í Keflavík í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru það sjúkraflutningamenn á frívakt sem veittu fyrstu skyndihjálp og var maðurinn með meðvitund þegar sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn. Innlent 14.6.2007 22:15 Tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán Ungur karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í verslun. Ránið var framið að kvöldi laugardagsins 15. júlí árið 2006 í Krónunni, Bjarkarholti í Mosfellsbæ. Maðurinn huldi andlit sitt, ógnaði afgreiðslustúlkunni með 24 cm löngum fjaðurhníf og skipaði henni að afhenda sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar. Innlent 14.6.2007 20:43 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 334 ›
Sigríður Margrét ráðin framkvæmdastjóri Skjá miðla Skjár miðlar heitir nýtt félag sem Skipti hf, móðurfélag Símans, hefur stofnað. Undir Skjá miðla heyra Já og Skjárinn. Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Björn Þórir Sigurðsson sjónvarpsstjóri. Innlent 19.6.2007 22:15
Nýtt fjögurra stjörnu hótel í miðborg Reykjavíkur Nýtt fjögurra stjörnu hótel mun rísa í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur þar sem Iðnaðarbankinn var áður til húsa. Samningur um byggingu hótelsins var undirritaður á þaki hússins í dag. Innlent 19.6.2007 19:48
Ráðherra íhugar lög um kynjakvóta Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. Innlent 19.6.2007 19:43
Kastljós sendir frá sér athugasemdir vegna úrskurðar siðanefndar Kastljós hefur sent frá sér athugasemdir vegna úrskurðar Siðanefndar fyrr í dag og fara þær hér á eftir: Siðanefnd Blaðamannafélagsins sendi frá sér úrskurð í dag þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi verið Innlent 19.6.2007 17:19
Yfirtökutilboð í Stork Evrópska fjárfestingafélagið Candover hefur gert yfirtökutilboð í hollensku samstæðuna Stork NV upp á tæpar 47 evrur á hlut en boðið hljóðar upp á 1,47 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 123 milljarða íslenskra króna. Hollenska félagið LME Holding, sem Marel á 20 prósenta hlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, flaggaði 11 prósenta hlut í Stork í síðustu viku. Viðskipti innlent 19.6.2007 15:50
Bleiku steinarnir afhentir þingmönnum NV kjördæmis Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femístafélags Íslands, voru afhentir á Austurvelli í morgun. Að þessu sinni voru steinarnir afhentir þingmönnum Norðvesturkjördæmis, en ástæðan fyrir valinu er sú að engin kona situr nú á þingi fyrir kjördæmið. Innlent 19.6.2007 14:25
Konur fengu kosningarétt fyrir 92 árum Þess er minnst í dag, 19. júní, að 92 ár eru frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og hyggjast nokkur samtök minnast þess í dag með yfirskriftinni málum bæinn bleikan. Samtökin standa fyrir ýmsum viðburðum í dag, þeim fyrsta klukkan tíu þar sem Femínistafélagið afhendir árleg hvatningarverðlaun sín, Bleiku steinana. Innlent 19.6.2007 07:01
Sömdu við einkaaðila vegna biðraða Langar biðraðir við leiktæki í Hljómskálagarðinum urðu til þess að borgin ákvað að semja við einkaaðila um að starfrækja leiktæki í Lækjargötu. Innlent 18.6.2007 19:28
Einkatímar hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni Ökuníðingum er boðið uppá námskeið, til að læra að komast undan laganna vörðum, á vefsíðunni HLS.is. Þar kemur fram að tilefnið sé hærri sektir og hert viðurlög við hraðakstri vélhjóla. Boðið er upp á hópnámskeið sem og einkatíma hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni. Innlent 18.6.2007 19:16
Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Hjaltested Ófeigsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann þröngvaði konu með ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka. Innlent 18.6.2007 17:47
Metvelta á fasteignamarkaði Greiningardeild Landsbankans segir fasteignaviðskipti hafa verið með líflegasta móti undanfarnar vikur. Hafi velta aldrei verið meiri og gildi þá einu hvort litið er til meðaltals síðustu 12 vikna eða sex mánaða. Viðskipti innlent 18.6.2007 15:40
Marel sækir inn á Kínamarkað Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Viðskipti innlent 18.6.2007 11:46
Dottaði og keyrði á ljósastaur Umferðaróhapp var á Reykjanesbrautinni undir morgun er bifreið var ekið á ljósastaur skammt austan við Grindavíkurveg. Fram kemur á vef lögreglunnar að ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, hafi kennt til í höndum og verið allur aumur í skrokknum og var hann því fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Innlent 18.6.2007 08:19
Slökkvilið kallað út vegna brennandi pappakassa Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsi við Lokastíg í miðbæ Reykjavíkur um ellefuleytið í gærkvöld vegna elds í pappakössum og rusli. Það voru nágrannar sem gerðu viðvart um eldinn og reyndu lögregla og vegfarandi að slökkva hann með handslökkvitæki. Innlent 18.6.2007 07:03
Rólegt á Akureyri í nótt Eftir tvær erilsamar nætur var öllu rólegra hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Að hennar sögn safnaðist mikill fjöldi saman í bænum vegna hátíðardagskrár í gærkvöld sem stóð til hálfeitt. Lögregla segist þó hafa rekist á nýstúdenta fram undir morgun en þeir fögnuðu flestir áfanganum án nokkurra láta. Innlent 18.6.2007 07:00
Hátíðahöld gengu vel fyrir sig í gær Hátíðahöld í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld tilefni þjóðhátíðardagsins gengu að mestu áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglu. Hún telur að á bilinu 30-40 þúsund manns hafi verið í bænum um tíuleytið í gærkvöld er þá var boðið upp á tónleika og dansleik. Innlent 18.6.2007 06:55
Ísland sigraði Serba Íslendingar tryggðu sér þáttökurétt á Evrópumótinu í Noregi í kvöld. Ísland sigraði Serbíu 42 - 40 í spennandi leik þar sem liðsheildin skóp sigur. Ísland þurfti að sigra með tveimur mörkum eftir að hafa tapað 30 - 29 í Serbíu um síðustu helgi. Innlent 17.6.2007 21:46
Velta jókst aukast á fasteignamarkaði Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins. Viðskipti erlent 15.6.2007 17:10
Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar lokagildi hennar stóð í 8.179 stigum, sem er einu stigi hærra en hæsta lokagildi hennar 29. maí síðastliðinn. Vísitalan hækkaði lítillega í dag, eða um 0,14 prósentustig. Viðskipti innlent 15.6.2007 16:56
Umferðarráð hvetur til aðgæslu í umferðinni Umferðarráð hefur sent frá sér ályktun vegna sumarferða á þjóðvegum landsins. Í henni segir að Sumarið sé tími skemmtiferða en því miður einnig margra alvarlegra slysa á þjóðvegum landsins. Umferðarráð minnir ökumenn á mikilvægi þess að aka varlega og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni. Innlent 15.6.2007 16:31
Straumur selur í Betson Straumur-Burðarás ætlar að selja hlut sinn í sænska leikja- og fjárhættuspilafyrirtækinu Betsson. Hluturinn er nú þegar í sölumeðferð hjá Carnegie og SEB Enskilda bank í Svíþjóð en markaðsvirði hans nemur 4,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.6.2007 16:23
Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram á morgun Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14. í Laugardalshöll. 1056 kandidatar munu taka við skírteinum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors. 395 útskrifast með meistaragráðu eða diplómanám á meistarastigi og 695 með BS eða BA gráðu. Níu kandidatar útskrifast með fleiri en eina prófgráðu. Innlent 15.6.2007 12:01
Tekjuafgangur ríkissjóðs jókst um 4,6 milljarða Heildartekjur ríkissjóðs námu 109,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 16,6 milljarða í fyrra. Heildarútgjöld námu 92,5 milljörðum króna og er tekjujöfnuður því 16,8 milljarðar króna. Þetta er 4,6 milljörðum betri afkoma en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 15.6.2007 09:30
30 þúsund gætu fengið óvæntan glaðning Yfir þrjátíu þúsund fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum eiga í sameiningu yfir 30 milljarða króna í sjóðum félagsins án þess að hafa hugmynd um það. Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum verður væntanlega slitið á aðalfundi félagsins í dag, samkvæmt tillögu þar um, og nýtt hlutafélag stofnað í staðinn. Innlent 15.6.2007 07:56
Sátt næst í máli Decode og CHP Allir málsaðilar hafa náð sátt og dregið kröfur sínar til baka í dómsmáli, sem Íslensk erfðagreining höfðaði gegn bandaríska sjúkrahúsinu Childrens Hospital of Philadelphia og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, sem hófu störf þar. Viðskipti innlent 15.6.2007 07:17
Dansað við dáta í Bankastræti Hópur Íslendinga og vopnabræður okkar úr Atlantshafsbandalaginu lentu í átökum í Bankastræti í gærkvöldi sem lauk með því að Íslendingur beit einn dátann svo harkalega í eyrað að flytja þurfti hann á Slysadeild til að gera að sárinu. Innlent 15.6.2007 07:13
Vill gera mótorhjólin upptæk Sýslumaðurinn á Selfossi hefur lagt hald á bæði mótorhjólin, sem komu við sögu umferðarslyss á Breiðholtsbraut í vikunni og ætlar að krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs. Það yrði fyrsta mál sinnar tegundar eftir að ný lög heimiluðu slíkt en þau tóku gildi í apríl. Innlent 15.6.2007 07:10
Níu teknir fyrir of hraðan akstur í Öxnadal Níu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Öxnadal síðdegis í gær, sem vart er í frásögu færandi nema hvað sex þeirra voru útlendingar á bílaleigubílum. Þeir óku einnig hraðar en Íslendingarnir sem gerðust brotlegir. Innlent 15.6.2007 07:03
Karlmaður hneig niður á fótboltaleik Karlmaður hneig niður á leik Keflavíkur og Fram sem fram fór í Keflavík í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru það sjúkraflutningamenn á frívakt sem veittu fyrstu skyndihjálp og var maðurinn með meðvitund þegar sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn. Innlent 14.6.2007 22:15
Tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán Ungur karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í verslun. Ránið var framið að kvöldi laugardagsins 15. júlí árið 2006 í Krónunni, Bjarkarholti í Mosfellsbæ. Maðurinn huldi andlit sitt, ógnaði afgreiðslustúlkunni með 24 cm löngum fjaðurhníf og skipaði henni að afhenda sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar. Innlent 14.6.2007 20:43