Innlent

Konur fengu kosningarétt fyrir 92 árum

Frá Kvennafrídeginum í hitteðfyrra.
Frá Kvennafrídeginum í hitteðfyrra.

Þess er minnst í dag, 19. júní, að 92 ár eru frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og hyggjast nokkur samtök minnast þess í dag með yfirskriftinni málum bæinn bleikan. Samtökin standa fyrir ýmsum viðburðum í dag, þeim fyrsta klukkan tíu þar sem Femínistafélagið afhendir árleg hvatningarverðlaun sín, Bleiku steinana.

Þá verður opið hús hjá Jafnréttisstofu á Akureyri og klukkan fimm í dag verður sérstök hátíðardagskrá að Hallveigarstöðum þar sem meðal annars Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flytur ávarp. Aðstandendur viðburðanna hvetja alla sem styðja jafnrétti til þess að gera eitthvað bleikt eða klæðast bleiku í tilefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×