Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands MYND/Vísir

Ungur karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í verslun. Ránið var framið að kvöldi laugardagsins 15. júlí árið 2006 í Krónunni, Bjarkarholti í Mosfellsbæ. Maðurinn huldi andlit sitt, ógnaði afgreiðslustúlkunni með 24 cm löngum fjaðurhníf og skipaði henni að afhenda sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar. Hann hafði á brott með sér 94.911 krónur.

Maðurinn játaði brot sitt. Hann fór fram á að refsingin yrði að öllu leyti skilorðsbundinn en Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem maðurinn hafði með ráninu brotið skilorð og á auk þess sakaferil að baki. Í ljósi ungs aldurs var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur mildaður úr þremur árum í tvö. Frá refsingunni dregst 10 daga gæsluvarðhaldsvist og allur áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×