Innlent

30 þúsund gætu fengið óvæntan glaðning

Yfir þrjátíu þúsund fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum eiga í sameiningu yfir 30 milljarða króna í sjóðum félagsins án þess að hafa hugmynd um það.  Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum verður væntanlega slitið á aðalfundi félagsins í dag, samkvæmt tillögu þar um, og nýtt hlutafélag stofnað í staðinn.

Verður þá eignarhlutur hvers og eins umreiknaður til hlutafjár í nýja félaginu, sem þessir óvæntu fjármagnseigendur geta ýmist átt áfram í því, eða selt á frjálsum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×