Marel sækir inn á Kínamarkað 18. júní 2007 11:46 Kristmann Kristmannsson, ráðgjafi í fiskiðnaði hjá Marel, Ng Joo Kwee, framkvæmdastjóri hjá Pacific Andes og Jens Bjarnason, hópstjóri hugbúnaðarhóps hjá Marel, við yfirlitsmynd af verksmiðjusvæðinu sem nú er í byggingu. Mynd/Marel Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Í tilkynningu frá Marel kemur fram að Pacific Andes sé með höfuðstöðvar í Hong Kong og teljist eitt af stærstu og öflugustu fiskveiði- og vinnslufyrirtækjum heims. Kerfið sem Pacific Andes kaupir af Marel er framleiðslueftirlitskerfi sem samanstendur af hugbúnaði (MPS) og vogum. Með hugbúnaðinu geta stjórnendur fylgst náið með framleiðsluferlinu frá degi til dags og aukið nýtingu, afköst og gæði framleiðslunnar, og vogum en yfir 3.200 starfsmenn verksmiðjunnar munu nota kerfið við vinnu sína. Svipuð kerfi frá Marel hafa verið notuð víða um heim og miða að því að ná sem mestri nýtingu á hráefni við framleiðslu á unnum fiskafurðum. Haft er eftir Kritsmanni Kristmannssyni, ráðgjafa í fiskiðnaði hjá Marel, að viðskiptin marki tímamót í ýmsum skilningi. Þetta sé fyrsta sala Marel af þessari stærðargráðu í Kína eftir umtalsverða markaðsvinnu og sé vonast til að í kjölfarið opnist ýmsir nýir möguleikar á þessum stóra og ört vaxandi markaði. Innleiðing kerfisins hefst í ágúst en fyrirhugað er að verksmiðjan nýja, þar sem alls munu starfa um 13.000 manns, verði tekin í notkun í haust. Þá er fyrirhugað að fyrsti hluti upplýsingakerfis Marels verði kominn í notkun. Því stendur til að Marel opni á næstu mánuðum skrifstofu í Kína sem mun þjónusta Pacific Andes og halda áfram markaðsstarfi á vegum fyrirtækisins á Kínamarkaði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Í tilkynningu frá Marel kemur fram að Pacific Andes sé með höfuðstöðvar í Hong Kong og teljist eitt af stærstu og öflugustu fiskveiði- og vinnslufyrirtækjum heims. Kerfið sem Pacific Andes kaupir af Marel er framleiðslueftirlitskerfi sem samanstendur af hugbúnaði (MPS) og vogum. Með hugbúnaðinu geta stjórnendur fylgst náið með framleiðsluferlinu frá degi til dags og aukið nýtingu, afköst og gæði framleiðslunnar, og vogum en yfir 3.200 starfsmenn verksmiðjunnar munu nota kerfið við vinnu sína. Svipuð kerfi frá Marel hafa verið notuð víða um heim og miða að því að ná sem mestri nýtingu á hráefni við framleiðslu á unnum fiskafurðum. Haft er eftir Kritsmanni Kristmannssyni, ráðgjafa í fiskiðnaði hjá Marel, að viðskiptin marki tímamót í ýmsum skilningi. Þetta sé fyrsta sala Marel af þessari stærðargráðu í Kína eftir umtalsverða markaðsvinnu og sé vonast til að í kjölfarið opnist ýmsir nýir möguleikar á þessum stóra og ört vaxandi markaði. Innleiðing kerfisins hefst í ágúst en fyrirhugað er að verksmiðjan nýja, þar sem alls munu starfa um 13.000 manns, verði tekin í notkun í haust. Þá er fyrirhugað að fyrsti hluti upplýsingakerfis Marels verði kominn í notkun. Því stendur til að Marel opni á næstu mánuðum skrifstofu í Kína sem mun þjónusta Pacific Andes og halda áfram markaðsstarfi á vegum fyrirtækisins á Kínamarkaði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira