Innlent

Ráðherra íhugar lög um kynjakvóta

Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Háskólanum í Reykjavík, í dag á kvenréttindadaginn 19. júní. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra vill að löggjafinn íhugi alvarlega að innleiða kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja.

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig til kynna að bæði karlar og konur í hlutvverki stjórnenda ráðleggi konum að sætta sig við 11 til 12 prósentum lægri laun en körlum standa til boða. Enginn munur var heldur á störfum.

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig til kynna að bæði karlar og konur í hlutvverki stjórnenda ráðleggi konum að sætta sig við 11 til 12 prósentum lægri laun en körlum standa til boða. Enginn munur var heldur á störfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×