Innlent

Fréttamynd

Á 140 og undir áhrifum

Lögreglan á Selfossi stöðaði erlendan ferðamann á bílaleigubíl austan við Selfoss um miðnætti eftir að hann hafði mælst á 140 kílómetra hraða. Hann var þar á ferð ásamt konu sinni og tveimur börnum. Auk þess reyndist hann undir áhrifum áfengis en þegar búið var að fjalla um mál hans á lögreglustöðinni fékk konan að halda akstri áfram.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkamsárásir í nótt

Tvö líkamsárásarmál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í fyrra atvikinu réðst karlmaður á tvær ungar konur í Bankastræti og veitti þeim báðum áverka svo þær þurftu að komast undir læknishendur á Slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Bakari missti framan af fingri

Vinnuslys varð í bakaríi í Reykjavík í nótt þegar starfsmaður missti framan af fingri í svonefndri hnoðvél. Hann var fluttur á Slysadeild þar sem búið var um sárið en Vinnueftirlitið og lögregla rannsaka vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir blaðberar í Kópavogi

Lögregla þurfti að hafa afskipti af tveimur ölvuðum blaðberum í Kópavogi i nótt. Íbúar kvörtuðu yfir því að þeir væru sprænandi á götum úti og í húsagörðum og létu blöðum rigna á víðavangi. Mennirnir voru skikaðir til og lofuðu þeir bót og betrun.

Innlent
Fréttamynd

Féll fyrir borð í flúðasiglingum

Ferðamaður féll fyrir borð í flúðasiglingum nærri Brúarhlöðum í Árnessýslu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hann fótbrotnaði þegar hann skall utan í stein í straumiðunni,en samferðafólki gekk vel að ná honum aftur um borð. Kallað var eftir aðstoð og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landspítalans í Reykjavík þar sem gert var að brotinu.

Innlent
Fréttamynd

Vélhjóli ekið aftan á bíl

Vélhjóli var ekið aftan á bifreið við Jórusel í Reykjavík í kvöld. Tveir sjúkrabílar og lögregla voru send á staðinn en ekki er vitað um slys á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir eftir bjargvætti sínum

Stúlka um tvítugt lýsir eftir manni sem bjargaði lífi hennar þann sautjánda mars í Þrengslunum. Hún biður fólk vinsamlegast að haga sér í umferðinni í sumar. Við hittum dugnaðarstúlku á Grensás í dag.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsdeild Amnesty fagnar ákvörðun um rannsókn á meintu fangaflugi

Íslandsdeild Amnesty International fagnar ákvörðun utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að fram fari rannsókn á meintu fangaflugi um Ísland. Amnesty hefur ítrekað farið fram á að íslensk yfirvöld rannsaki millilendingar flugvéla á vegum bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi.

Innlent
Fréttamynd

Minnihluti borgarstjórnar leggst gegn orkusölu til álvers í Helguvík

Samningur um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til álvers í Helguvík var samþykktur í borgarráði í dag gegn atkvæðum minnihluta borgarstjórnar. Samfylkingin lét bóka að samningurinn þýði að nær allir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur skoðað verði bundnir í orkusölu til stóriðju.

Innlent
Fréttamynd

"SMS " helgin framundan

Lögreglan á Selfossi vill vekja athygli foreldra á því sem kallað hefur verið "SMS hátíð" og er gjarnan haldin fyrstu helgina í júlí þegar skólakrakkar fá fyrstu sumarlaunin sín. Hátíðin hefur farið þannig fram að boð ganga á milli ungmenna, með meðal annars með SMS skilaboðum. Í þeim kemur fram hvert skuli halda og síðan er slegið upp tjaldbúðum á svæðum sem ekki eru ætluð sem tjaldstæði.

Innlent
Fréttamynd

PFS úthlutar tíðniheimildum

Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað fjarskiptafyrirtækjunum Amitelo AG og IceCell ehf., félags í eigu BebbiCell AG, tíðniheimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi. Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð í heimildirnar en einungis lá fyrir að úthluta þeim til tveggja fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bændur hafa áhyggjur af þurrkum

Bændur eru farnir að hafa áhyggjur af fé sem komið er á afrétt, þar sem vitað er að sum vatnsból sem féð gengur í, eru að þorna upp eða eru hreinlega þornuð vegna langvarandi þurrka.

Innlent
Fréttamynd

Meiddist lítillega í árekstri

Ökumaður meiddist eitthvað, en þó ekki alvarlega, þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðum áttum eftir Kaupangsstræti á Akureyri skullu saman í gærkvöldi. Ekki er vitað hvers vegna annar ökumaðurinn missti bíl sinn yfir á öfugan vegarhelming, en bílarnir eru báðir mikið skemmdir.

Innlent
Fréttamynd

Teknir í göngutúr

Fíkniefni fundust á tveimur mönnum, sem lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af í nótt, þar sem þeir voru úti að ganga. Lögreglumenn könnuðust við mennina frá fyrri tíð og ákváðu að heilsa upp á þá, með þessum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegur í Færeyjum vill engan samdrátt

Ráðgjafanefnd sjómanna og útgerðarmanna í Færeyjum leggur til að tillögur fiskifræðinga um samdrátt í veiðum við Færeyjar verði algerlega hunsaðar. Einn nefndarmanna segir nánast ekkert hafi verið hlustað á varnaðarorð fræðinganna í tíu ár og reynslan sýni að ráðgjöf þeirra hafi verið vitlaus.

Innlent
Fréttamynd

Öryrki eftir gálausan akstur

Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna.

Innlent
Fréttamynd

Brýnir heilbrigðisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra tekur gagnrýni sem birtist í minningargrein föður í gær mjög alvarlega. Hann segir athugasemdirnar brýna yfirvöld enn frekar í að taka á þessum málum.

Innlent
Fréttamynd

380 beinar útsendingar í vetur

Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum.

Innlent
Fréttamynd

Aðsókn að kaffihúsum dregst saman

Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna.

Innlent
Fréttamynd

Þeir ríkustu verða ríkari

Ríkidæmi auðugustu einstaklinga í heimi jókst um 11,4 prósent á síðasta ári og nam þá rúmum 37 þúsund milljörðum bandaríkjadala. Á íslensku mannamáli jafngildir það 2.312 þúsund milljörðum króna, sem er mjög mikið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 3,6 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli mánaða í júlí. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,0 prósentum í 3,6 prósent. Greiningardeildin spáir því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Athygli vakin á pyndingaraðferðum á Austurvelli

Íslandsdeild Amnesty International efnir til uppákomu á Austurvelli Laugardaginn 30. júní til að vekja athygli á þeim pyndingaraðferðum sem eiga sér stað í "stríðinu gegn hryðjuverkum". Uppákoman stendur yfir frá 13-17 og eru það ungir Amnesty-félagar sem standa fyrir henni.

Innlent
Fréttamynd

Hjörtur fagnar úrskurði siðanefndar

Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur telst ekki hafa brotið siðareglur Prestafélags Íslands með ummælum sínum um Þjóðkirkjuna. Hjörtur fagnar úrskurðinum og því að deiluaðilar eru hvattir af siðanefndinni til að takast á opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Ný sjónvarpsstöð kynnt í hádeginu

Ný sjónvarpsstöð verður formlega kynnt í hádeginu í dag. Sjónvarpsstöðin, sem fengið hefur nafnið Sýn 2, mun nánast eingöngu sýna efni tengt enska boltanum. Fyrirferðarmest verða beinar útsendingar úr ensku Úrvalsdeildinni, en einnig verða sendar út beinar útsendingar frá leikjum úr 1. deildinni.

Innlent
Fréttamynd

Lansbjörg hvetur til aðgæslu í sundi

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna tíðra slysa í sundlaugum undanfarið. Félagið vill með því minna á öryggisatriði varðandi sundferðir.

Innlent
Fréttamynd

Hellisheiði eystri aðeins fær vetrarbúnum bílum

Krapasnjór og skafrenningur eru á Hellisheiði eystri og er heiðin aðeins fær vetrarbúnum bílum að sögn Vegagerðarinnar. Krapi er líka á Fjarðarheiði. Annars eru allir vegir í byggð greiðfærir nema hvar sumstaðar verða tafir í dag vegna framkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Fuglalíf á Hornbjargi á undanhaldi

Fuglalíf í Hornbjargi er á hröðu undanhaldi vegna ágangs refs og áætlar Tryggvi Guðmundsson frá Ísafirði að um eitt hundrað þúsund fuglar hafi misst varpsvæði sitt vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert samkomulag um Eyjaferðir

Ekkert samkomulag hefur enn náðst um tuttugu aukaferðir Herjólfs á milli lands og Eyja í sumar sem samgönguráðherra gaf fyrirheit um í vor. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins og Eimskips, sem sér um rekstur ferjunnar, koma sér ekki saman um aukagreiðslur vegna ferðanna.

Innlent