Innlent

Íslandsdeild Amnesty fagnar ákvörðun um rannsókn á meintu fangaflugi

Íslandsdeild Amnesty International fagnar ákvörðun utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að fram fari rannsókn á meintu fangaflugi um Ísland. Amnesty hefur ítrekað farið fram á að íslensk yfirvöld rannsaki millilendingar flugvéla á vegum bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi.

Aðalframkvæmdastjóri Amnesty International Irene Khan ritaði fyrrverandi forsætisráðherra Halldóri Ásgrímssyni bréf 13. júní 2006, þar sem vakin var athygli á ólöglegu fangflug. Í bréfinu var einnig bent skyldu ríkja til að rannsaka og koma í veg fyrir leynilegan flutning fanga sem haldið er án dóms og laga. Bréfi Irene Khan var aldrei svarað af íslenskum yfirvöldum.

Íslandsdeild Amnesty International hefur margítrekað kröfur samtakanna og fagnar því að slík rannsókn fari nú loksins fram.

Íslandsdeild Amnesty telur auk þess löngu tímabært að íslensk stjórnvöld fordæmi með afdráttarlausum hætti „mannshvörf", pyndingar og önnur gróf mannréttindabrot sem framin hafa verið í hinu svokallaða „stríði gegn hryðjuverkum".

Tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×