Hækkun á fjárframlögum hins opinbera til embættis Ríkislögreglustjóra á árunum 2000 til 2006 nemur hátt í 176 prósentum. Þá eru undanskilin framlög til tækjakaupa, bílakakupa og annarra fjárfestinga.
Þetta kemur fram í grein Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu í morgun. Hann segist stórlega efast um að nokkur önnur ríkisstofnun hafi á sama tímabili fengið slíka aukningu á fjárframlögum til rekstrar.
Í ljósi þessa segir Ragnar ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar saksóknara efnahagsbrota hjá embættinu um fjársvelti, með ólíkindum.