380 beinar útsendingar í vetur Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 19:00 Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu. Fréttir Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu.
Fréttir Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira