Brýnir heilbrigðisráðherra 27. júní 2007 19:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra tekur gagnrýni sem birtist í minningargrein föður í gær mjög alvarlega. Hann segir athugasemdirnar brýna yfirvöld enn frekar í að taka á þessum málum. Eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær birtist óvenjuleg minningargrein á leiðaraopnu Morgunblaðsins. Minningin var skrifuð af föður ungrar stúlku sem var borin til grafar í gær eftir að hafa fengið ofurskammt eiturlyfja, að sögn föður hennar, þar sem hún lá inni á Landspítala vegna sýkingar. Mikil viðbrögð urðu við fréttinni á Vísi.is og ljóst að mörgum er heitt í hamsi vegna eiturlyfjavandans. Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðherra en ekki hefur náðst í hann. Faðirinn gagnrýnir meðal annars að í meðferð ægi saman ungum og öldnum og að þar hafi dóttir hans lært að sprauta sig. Meðferðarheimili á borð við Vog heyra undir Guðlaug Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. Hann er staddur í útlöndum en sagði í samtali við fréttastofu að athugasemdir föðurins brýni menn enn frekar í að taka á þessum málum. Aðspurður hvort til standi að aðgreina óhörðnuð ungmenni frá reyndari eiturlyfjaneytendum í meðferð sagði Guðlaugur Þór að málið væri þess eðlis að rétt væri að fara yfir það allt til að kanna hvað megi betur fara. Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra tekur gagnrýni sem birtist í minningargrein föður í gær mjög alvarlega. Hann segir athugasemdirnar brýna yfirvöld enn frekar í að taka á þessum málum. Eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær birtist óvenjuleg minningargrein á leiðaraopnu Morgunblaðsins. Minningin var skrifuð af föður ungrar stúlku sem var borin til grafar í gær eftir að hafa fengið ofurskammt eiturlyfja, að sögn föður hennar, þar sem hún lá inni á Landspítala vegna sýkingar. Mikil viðbrögð urðu við fréttinni á Vísi.is og ljóst að mörgum er heitt í hamsi vegna eiturlyfjavandans. Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðherra en ekki hefur náðst í hann. Faðirinn gagnrýnir meðal annars að í meðferð ægi saman ungum og öldnum og að þar hafi dóttir hans lært að sprauta sig. Meðferðarheimili á borð við Vog heyra undir Guðlaug Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. Hann er staddur í útlöndum en sagði í samtali við fréttastofu að athugasemdir föðurins brýni menn enn frekar í að taka á þessum málum. Aðspurður hvort til standi að aðgreina óhörðnuð ungmenni frá reyndari eiturlyfjaneytendum í meðferð sagði Guðlaugur Þór að málið væri þess eðlis að rétt væri að fara yfir það allt til að kanna hvað megi betur fara.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira