Innlent Áhöfn Elínar bjargað á Kattegat Tíu manna áhöfn norska flutningaskipsins Elínar var bjargað um borð í þyrlu í gærmorgun eftir að leki kom að vélarrúmi skipsins þegar það var statt á Kattegat, á leið frá Árósum í Danmörku til Íslands. Innlent 9.7.2007 07:28 Ölvaður ökumaður keyrði útaf Ölvuð kona missti stjórn á bíl sínum rétt austan við Akureyri í nótt þannnig að framhjólin fóru út af veginum og bíllinn sat fastur. Lögreglu var tilkynnt um málið og þegar hún komá vettvang, kom í ljós hvers kyns var. Innlent 9.7.2007 07:24 Slapp ómeiddur eftir bílveltu Ökumaður slapp nær ómeiddur eftir að bíll hans valt út af Laugardalsvegi austan við Laugarvatn í gærkvöldi og gjöreyðilagðist. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var í bílbelti. Hann missti bílinn út af slitlaginu en þegar hann reyndi að sveigja hann inn á það aftur, snérist bíllinn og valt. Innlent 9.7.2007 07:21 Rændu dekkjum á felgum Lögreglumenn stöðvuðu undir morgun tvo menn á bíl sem var fullur af dekkjum á felgum. Þeim höfðu þeir stolið undan bíl sem stóð á bílasölu á Selfossi. Innlent 9.7.2007 07:20 Skammbyssurán í 10-11 Tveir karlmenn á fimmtugsaldri voru handteknir rétt eftir miðnætti í nótt, grunaðir um að hafa framið vopnað rán í versuninni 10-11 við Barónstíg skömmu áður. Þar ógnuðu þjófarnir tveimur afgreiðslustúlkum með skammbyssu, eða eftirlíkingu af slíkri byssu, og komust undan með skiptimynt. Innlent 9.7.2007 07:07 Sókn á Rússlandsmarkað Íslenska orkufyrirtækið ENEX sér fyrir sér sókn á rússneskan markað á næstunni með hjálp öflugra samstarfsaðila. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir ýmsa möguelika felast í jarðhitasvæðum Rússa. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína fyrir rússneskum sérfræðingum og ráðamönnum á orku- og umhverfisráðstefnu í Mosvku í vikunni. Innlent 8.7.2007 17:48 Mýrin valin besta myndin Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Baltasar var kominn heim af hátíðinni þegar hann hafi verið kallaður aftur út og sagt að hann yrði verðlaunaður. Innlent 8.7.2007 12:23 Fólkið í skemmtibátnum var orðið skelkað Fólkið sem bjargað var úr skemmtibáti rétt utan við Akranes í nótt, var orðið mjög skelkað þegar hjálp barst. Óttast var um karlmann sem féll fyrir borð. Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi. Innlent 7.7.2007 19:21 Hjálmar er rauðhærðastur Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2007 var valinn á Írskum dögum á Akranesi í dag. Hann segist stolur af háralitnum og aldrei hafa óskað sér að vera ekki rauðhærður. Innlent 7.7.2007 19:18 305 samningar um fasteignakaup 305 samningum um fasteignakaup var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 29. júní til gærdagsins. Veltan nam 8.224 milljónum og meðalupphæð á samning nam 27 milljónum króna. Á sama tíma var 20 samningum þinglýst á Akureyri en 11 á Árborgarsvæðinu. Meðalupphæð samnings á Akureyri nam 18,8 milljónum króna en á Árborgarsvæðinu 26,3 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 6.7.2007 15:17 Umferðarstofa hvetur bílstjóra til að sýna bifhjólamönnum tillitssemi Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu vegna andúðar og tillitsleysi bílstjóra í garð bifhjólamanna.Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hraðakstur bifhjólamanna. Lítið hefur hins vegar borið á réttmætri gagnrýni á hegðun margra bílstjóra í umgengni sinni við bifhjólamenn. Innlent 6.7.2007 12:17 Nýr og umhverfisvænn forsetabíll Forseti Íslands tekur við nýrri Lexus tvinnbifreið frá Tadashi Arashima, forstjóra Toyota í Evrópu, seinni partinn í dag. Bifreiðin er af gerðinni Lexus LS600h og er knúinn Hybrid-kerfi sem samanstendur af rafmótor og öflugri átta strokka bensínvél. Innlent 6.7.2007 12:12 Kaupþing og Glitnir hækka vexti á íbúðarlánum Kaupþing hækkaði vexti á nýjum íbúðarlánum í dag um 0,25 prósent og eru vextirnir þá komnir í 5,2 prósent. Þetta var tilkynnt í gær eftir að ljóst var að Seðlabankinn myndi ekki lækka stýrivexti á þessu ári. Glitnir hefur einnig ákveðið að hækka vexti á nýjum verðtryggðum húsnæðislánum um 0,25 prósent, eða upp í 5,2 prósent eins og Kaupþing. Innlent 6.7.2007 12:08 Glitnir spáir 45 prósenta hækkun á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Glitnis spáir því í dag að Úrvalsvísitalan hækki um 45 prósent á árinu. Deildin segir góða arðsemi, stöðugan rekstur, ytri vöxt og væntingar þar um muna stuðla að hækkuninni auk þess sem greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif. Viðskipti innlent 6.7.2007 12:05 Spá minni hækkunum á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvalsvísitalan fari í 8.750 stig í lok árs. Gangi það eftir hefur vísitalan hækkað um 37 prósent á árinu. Vísitalan stendur í dag í 8,529 stigum og nemur hækkun hennar 33,07 prósentum það sem af er árs. Bankinn spáir því að hækkanir á hlutabréfamarkaði verði minni en verið hefur. Viðskipti innlent 6.7.2007 11:52 Listi yfir seljanleika hlutabréfa Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum (CESR) hefur birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskipti innlent 6.7.2007 10:27 Nýr framkvæmdastjóri hjá Actavis Thomas Heinemann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Actavis í Þýskalandi en hann mun stýra markaðssókn lyfjafyrirtækisins þar í landi. Actavis gerir ráð fyrir miklum vexti í landinu á næstu árum. Viðskipti innlent 6.7.2007 10:00 Beint flug til Moskvu? Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavik, átti i gær fund með Yuri Lujkova, borgarstjóra í Moskvu. Á fundinum voru ýmis mál til umræðu og gerði borgarstjóri meðal annars grein fyrir vilja Íslendingar til að gera nýjan loftferðasamning við Rússa. Innlent 6.7.2007 09:58 Gestafjöldi að söfnum slagar hátt í heildaraðsókn að kvikmyndasýningum Gestafjöldi að söfnum og skyldri starfsemi var um 1.3 milljón á árinu 2005. Til samanburðar var fjöldi gesta árið 1995, 830 þúsund. Gestakomur árið 2005 slaga hátt i heildaraðsókn að kvikmyndasýningum sem var ríflega 1.4 milljónir sama ár. Frá árinu 2000 hefur fjöldi gesta að söfnum og skyldri starfsemi aukist jafnt og þétt eftir að hafa að miklu leyti staðið í stað á seinni hluta síðasta áratugar. Innlent 6.7.2007 09:10 Fótbrutu samfanga á Litla Hrauni Nokkrir fangar á Litla Hrauni gengu í skrokk á samfanga sínum í vikunni og fótbrutu hann. Að sögn Morgunblaðsins er brotið það slæmt að fanginn þarf að gangast undir aðgerð á bæklunardeild Landsspítalans í dag. Ekki segir nánar af tilefni árásarinnar eða afdrifum árásarmannanna, en lögreglurannsókn stendur yfir. Innlent 6.7.2007 07:53 Grunaður hryðjuverkamaður hringdi heim frá Íslandi Móðir Kafeel Ahmed, sem grunaður er um að tengjast hryðjuverkaárásum í Glasgow, telur að hann hafi hringt í sig frá Íslandi um síðustu helgi, að því er The Times of India greinir frá. Samkvæmt blaðinu á Kafeel Ahmed að hafa sagt við móður sína að hann væri að vinna að stóru verkefni sem tengdist hlýnun jarðar. Hann myndi þurfa að ferðast mikið í tengslum við verkefnið og myndi ekki hafa samband næstu vikuna. Innlent 6.7.2007 07:16 Gæsluvarðhald í viku vegna gruns um áreiti Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær karlmann í allt að viku gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar i Reykjavík, vegna gruns um kynferðislegt áreiti við fjórar stúlkur á aldrinum sex til ellefu ára. Hann var handtekinn i fyrrakvöld, þegar hann hafði lokkað stúlkur inn í rjóður í Breiðholti. Maðurinn, sem er á fertugs aldri, hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Innlent 6.7.2007 07:14 Sundabrautarfé flutt út á land Hluti af framkvæmdafé, sem markað var Sundabraut, verður flutt til til annarra verkefna í Vegagerð á landsbyggðinni. Að sögn Fréttablaðsins er þetta liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta aðsteðjandi erfiðleikum í atvinnumálum á landsbyggðinni í kjölfar niðurskurðar á þorskveiðiheimildum. Innlent 6.7.2007 07:13 Fjórir réðust á bíl og hús Fjórir karlmenn á þrítugsaldri, vopnaðir bareflum og hnífum, réðust á mannlausan sportbíl í Vesturborginni um klukkan hálf fjögur í nótt og stórskemmdu hann. Þeir brutu rúður, stungu á dekkin, dælduðu hann og unnu á honum með hnífum. Auk þess brutu þeir rúðu í nálægu húsi, þar sem eigandi bílsins býr en fóru þó ekki inn. Innlent 6.7.2007 07:11 Landhelgisgæslan bjargaði þremur Grænlendingum í nótt Áhafnir á tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar björguðu í nótt þremur Grænlendingum úr skemmtibáti þeirra sem var fastur í ís við austurströnd Grænlands og var byrjaður að leka. Beiðni um aðstoð barst á tólfta tímanum í gærkvöldi og fundust mennirnir á fimmta tímanum í nótt. Flogið var með þá til Kulusuk, þar sem þyrlurnar taka eldsneyti fyrir flugið heim. Innlent 6.7.2007 07:07 Stýrivextir verða óbreyttir Seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,30 prósentum, sem jafngildir 14,25 prósenta vöxtum á ársgrundvelli, sem er í takt við væntingar. Bankinn birtir rökstuðning sinn fyrir ákvörðuninni í Peningamálum, sem kemur út klukkan 11 í dag en greinendur búast við allhörðum tóni frá bankanum.. Viðskipti innlent 5.7.2007 08:59 Bjarni þurfti lögregluvernd eftir leik gærkvöldsins Bjarni Guðjónsson leikmaður Íþróttabandalags Akraness þurfti að fá lögregluvernd eftir leik ÍA og Keflavíkur á Akranesi í gærkvöldi. Nokkrum leikmönnum Keflavíkurliðsins mislíkaði að hann skyldi hafa skorað mark þegar leikmaður lá meiddur á vellinum í stað þess að sparka út af. Lögregla telur að ekki verði eftirmáli af hennar hálfu en ekki liggur fyrir hvort aganefnd Knattspyrnusambandsins lætur málið til sín taka. Innlent 5.7.2007 08:10 Maður tengdur sprengjutilræðunum í Bretlandi gæti verið á Íslandi Indverskur maður, sem talinn er tengjast sprengjutilræðunum í Glasgow og Lundúnum, gæti verið á Íslandi. Breska lögreglan leitar hans nú en henni var sagt að hann væri í fríi á Íslandi. Þetta kemur fram í netútgáfu indverska dagblaðsins The Hindu. Innlent 5.7.2007 08:03 Úrvalsvísitalan yfir 8.500 stig Úrvalsvísitalan hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósent í Kauphöllinni í gær og fór yfir 8500 stig í fyrsta sinn. Samtals hefur hún hækkað um liðlega 30 prósent frá áramótum og stefnir í metár með sama áframhaldi. Krónan styrktist líka í gær gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Innlent 5.7.2007 08:01 Þrír í haldi lögreglu vegna gruns um fíkniefnamisferli Þrír menn eru í haldi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að þeir voru handteknir í nótt , grunaðir um fíkniefnamisferli. Við húsleit heima hjá þeim fannst nokkuð af fíkniefnum og verður málið rannsakað nánar í dag. Innlent 5.7.2007 07:31 « ‹ 61 62 63 64 65 66 67 68 69 … 334 ›
Áhöfn Elínar bjargað á Kattegat Tíu manna áhöfn norska flutningaskipsins Elínar var bjargað um borð í þyrlu í gærmorgun eftir að leki kom að vélarrúmi skipsins þegar það var statt á Kattegat, á leið frá Árósum í Danmörku til Íslands. Innlent 9.7.2007 07:28
Ölvaður ökumaður keyrði útaf Ölvuð kona missti stjórn á bíl sínum rétt austan við Akureyri í nótt þannnig að framhjólin fóru út af veginum og bíllinn sat fastur. Lögreglu var tilkynnt um málið og þegar hún komá vettvang, kom í ljós hvers kyns var. Innlent 9.7.2007 07:24
Slapp ómeiddur eftir bílveltu Ökumaður slapp nær ómeiddur eftir að bíll hans valt út af Laugardalsvegi austan við Laugarvatn í gærkvöldi og gjöreyðilagðist. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var í bílbelti. Hann missti bílinn út af slitlaginu en þegar hann reyndi að sveigja hann inn á það aftur, snérist bíllinn og valt. Innlent 9.7.2007 07:21
Rændu dekkjum á felgum Lögreglumenn stöðvuðu undir morgun tvo menn á bíl sem var fullur af dekkjum á felgum. Þeim höfðu þeir stolið undan bíl sem stóð á bílasölu á Selfossi. Innlent 9.7.2007 07:20
Skammbyssurán í 10-11 Tveir karlmenn á fimmtugsaldri voru handteknir rétt eftir miðnætti í nótt, grunaðir um að hafa framið vopnað rán í versuninni 10-11 við Barónstíg skömmu áður. Þar ógnuðu þjófarnir tveimur afgreiðslustúlkum með skammbyssu, eða eftirlíkingu af slíkri byssu, og komust undan með skiptimynt. Innlent 9.7.2007 07:07
Sókn á Rússlandsmarkað Íslenska orkufyrirtækið ENEX sér fyrir sér sókn á rússneskan markað á næstunni með hjálp öflugra samstarfsaðila. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir ýmsa möguelika felast í jarðhitasvæðum Rússa. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína fyrir rússneskum sérfræðingum og ráðamönnum á orku- og umhverfisráðstefnu í Mosvku í vikunni. Innlent 8.7.2007 17:48
Mýrin valin besta myndin Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Baltasar var kominn heim af hátíðinni þegar hann hafi verið kallaður aftur út og sagt að hann yrði verðlaunaður. Innlent 8.7.2007 12:23
Fólkið í skemmtibátnum var orðið skelkað Fólkið sem bjargað var úr skemmtibáti rétt utan við Akranes í nótt, var orðið mjög skelkað þegar hjálp barst. Óttast var um karlmann sem féll fyrir borð. Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi. Innlent 7.7.2007 19:21
Hjálmar er rauðhærðastur Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2007 var valinn á Írskum dögum á Akranesi í dag. Hann segist stolur af háralitnum og aldrei hafa óskað sér að vera ekki rauðhærður. Innlent 7.7.2007 19:18
305 samningar um fasteignakaup 305 samningum um fasteignakaup var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 29. júní til gærdagsins. Veltan nam 8.224 milljónum og meðalupphæð á samning nam 27 milljónum króna. Á sama tíma var 20 samningum þinglýst á Akureyri en 11 á Árborgarsvæðinu. Meðalupphæð samnings á Akureyri nam 18,8 milljónum króna en á Árborgarsvæðinu 26,3 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 6.7.2007 15:17
Umferðarstofa hvetur bílstjóra til að sýna bifhjólamönnum tillitssemi Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu vegna andúðar og tillitsleysi bílstjóra í garð bifhjólamanna.Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hraðakstur bifhjólamanna. Lítið hefur hins vegar borið á réttmætri gagnrýni á hegðun margra bílstjóra í umgengni sinni við bifhjólamenn. Innlent 6.7.2007 12:17
Nýr og umhverfisvænn forsetabíll Forseti Íslands tekur við nýrri Lexus tvinnbifreið frá Tadashi Arashima, forstjóra Toyota í Evrópu, seinni partinn í dag. Bifreiðin er af gerðinni Lexus LS600h og er knúinn Hybrid-kerfi sem samanstendur af rafmótor og öflugri átta strokka bensínvél. Innlent 6.7.2007 12:12
Kaupþing og Glitnir hækka vexti á íbúðarlánum Kaupþing hækkaði vexti á nýjum íbúðarlánum í dag um 0,25 prósent og eru vextirnir þá komnir í 5,2 prósent. Þetta var tilkynnt í gær eftir að ljóst var að Seðlabankinn myndi ekki lækka stýrivexti á þessu ári. Glitnir hefur einnig ákveðið að hækka vexti á nýjum verðtryggðum húsnæðislánum um 0,25 prósent, eða upp í 5,2 prósent eins og Kaupþing. Innlent 6.7.2007 12:08
Glitnir spáir 45 prósenta hækkun á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Glitnis spáir því í dag að Úrvalsvísitalan hækki um 45 prósent á árinu. Deildin segir góða arðsemi, stöðugan rekstur, ytri vöxt og væntingar þar um muna stuðla að hækkuninni auk þess sem greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif. Viðskipti innlent 6.7.2007 12:05
Spá minni hækkunum á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvalsvísitalan fari í 8.750 stig í lok árs. Gangi það eftir hefur vísitalan hækkað um 37 prósent á árinu. Vísitalan stendur í dag í 8,529 stigum og nemur hækkun hennar 33,07 prósentum það sem af er árs. Bankinn spáir því að hækkanir á hlutabréfamarkaði verði minni en verið hefur. Viðskipti innlent 6.7.2007 11:52
Listi yfir seljanleika hlutabréfa Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum (CESR) hefur birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskipti innlent 6.7.2007 10:27
Nýr framkvæmdastjóri hjá Actavis Thomas Heinemann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Actavis í Þýskalandi en hann mun stýra markaðssókn lyfjafyrirtækisins þar í landi. Actavis gerir ráð fyrir miklum vexti í landinu á næstu árum. Viðskipti innlent 6.7.2007 10:00
Beint flug til Moskvu? Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavik, átti i gær fund með Yuri Lujkova, borgarstjóra í Moskvu. Á fundinum voru ýmis mál til umræðu og gerði borgarstjóri meðal annars grein fyrir vilja Íslendingar til að gera nýjan loftferðasamning við Rússa. Innlent 6.7.2007 09:58
Gestafjöldi að söfnum slagar hátt í heildaraðsókn að kvikmyndasýningum Gestafjöldi að söfnum og skyldri starfsemi var um 1.3 milljón á árinu 2005. Til samanburðar var fjöldi gesta árið 1995, 830 þúsund. Gestakomur árið 2005 slaga hátt i heildaraðsókn að kvikmyndasýningum sem var ríflega 1.4 milljónir sama ár. Frá árinu 2000 hefur fjöldi gesta að söfnum og skyldri starfsemi aukist jafnt og þétt eftir að hafa að miklu leyti staðið í stað á seinni hluta síðasta áratugar. Innlent 6.7.2007 09:10
Fótbrutu samfanga á Litla Hrauni Nokkrir fangar á Litla Hrauni gengu í skrokk á samfanga sínum í vikunni og fótbrutu hann. Að sögn Morgunblaðsins er brotið það slæmt að fanginn þarf að gangast undir aðgerð á bæklunardeild Landsspítalans í dag. Ekki segir nánar af tilefni árásarinnar eða afdrifum árásarmannanna, en lögreglurannsókn stendur yfir. Innlent 6.7.2007 07:53
Grunaður hryðjuverkamaður hringdi heim frá Íslandi Móðir Kafeel Ahmed, sem grunaður er um að tengjast hryðjuverkaárásum í Glasgow, telur að hann hafi hringt í sig frá Íslandi um síðustu helgi, að því er The Times of India greinir frá. Samkvæmt blaðinu á Kafeel Ahmed að hafa sagt við móður sína að hann væri að vinna að stóru verkefni sem tengdist hlýnun jarðar. Hann myndi þurfa að ferðast mikið í tengslum við verkefnið og myndi ekki hafa samband næstu vikuna. Innlent 6.7.2007 07:16
Gæsluvarðhald í viku vegna gruns um áreiti Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær karlmann í allt að viku gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar i Reykjavík, vegna gruns um kynferðislegt áreiti við fjórar stúlkur á aldrinum sex til ellefu ára. Hann var handtekinn i fyrrakvöld, þegar hann hafði lokkað stúlkur inn í rjóður í Breiðholti. Maðurinn, sem er á fertugs aldri, hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Innlent 6.7.2007 07:14
Sundabrautarfé flutt út á land Hluti af framkvæmdafé, sem markað var Sundabraut, verður flutt til til annarra verkefna í Vegagerð á landsbyggðinni. Að sögn Fréttablaðsins er þetta liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta aðsteðjandi erfiðleikum í atvinnumálum á landsbyggðinni í kjölfar niðurskurðar á þorskveiðiheimildum. Innlent 6.7.2007 07:13
Fjórir réðust á bíl og hús Fjórir karlmenn á þrítugsaldri, vopnaðir bareflum og hnífum, réðust á mannlausan sportbíl í Vesturborginni um klukkan hálf fjögur í nótt og stórskemmdu hann. Þeir brutu rúður, stungu á dekkin, dælduðu hann og unnu á honum með hnífum. Auk þess brutu þeir rúðu í nálægu húsi, þar sem eigandi bílsins býr en fóru þó ekki inn. Innlent 6.7.2007 07:11
Landhelgisgæslan bjargaði þremur Grænlendingum í nótt Áhafnir á tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar björguðu í nótt þremur Grænlendingum úr skemmtibáti þeirra sem var fastur í ís við austurströnd Grænlands og var byrjaður að leka. Beiðni um aðstoð barst á tólfta tímanum í gærkvöldi og fundust mennirnir á fimmta tímanum í nótt. Flogið var með þá til Kulusuk, þar sem þyrlurnar taka eldsneyti fyrir flugið heim. Innlent 6.7.2007 07:07
Stýrivextir verða óbreyttir Seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,30 prósentum, sem jafngildir 14,25 prósenta vöxtum á ársgrundvelli, sem er í takt við væntingar. Bankinn birtir rökstuðning sinn fyrir ákvörðuninni í Peningamálum, sem kemur út klukkan 11 í dag en greinendur búast við allhörðum tóni frá bankanum.. Viðskipti innlent 5.7.2007 08:59
Bjarni þurfti lögregluvernd eftir leik gærkvöldsins Bjarni Guðjónsson leikmaður Íþróttabandalags Akraness þurfti að fá lögregluvernd eftir leik ÍA og Keflavíkur á Akranesi í gærkvöldi. Nokkrum leikmönnum Keflavíkurliðsins mislíkaði að hann skyldi hafa skorað mark þegar leikmaður lá meiddur á vellinum í stað þess að sparka út af. Lögregla telur að ekki verði eftirmáli af hennar hálfu en ekki liggur fyrir hvort aganefnd Knattspyrnusambandsins lætur málið til sín taka. Innlent 5.7.2007 08:10
Maður tengdur sprengjutilræðunum í Bretlandi gæti verið á Íslandi Indverskur maður, sem talinn er tengjast sprengjutilræðunum í Glasgow og Lundúnum, gæti verið á Íslandi. Breska lögreglan leitar hans nú en henni var sagt að hann væri í fríi á Íslandi. Þetta kemur fram í netútgáfu indverska dagblaðsins The Hindu. Innlent 5.7.2007 08:03
Úrvalsvísitalan yfir 8.500 stig Úrvalsvísitalan hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósent í Kauphöllinni í gær og fór yfir 8500 stig í fyrsta sinn. Samtals hefur hún hækkað um liðlega 30 prósent frá áramótum og stefnir í metár með sama áframhaldi. Krónan styrktist líka í gær gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Innlent 5.7.2007 08:01
Þrír í haldi lögreglu vegna gruns um fíkniefnamisferli Þrír menn eru í haldi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að þeir voru handteknir í nótt , grunaðir um fíkniefnamisferli. Við húsleit heima hjá þeim fannst nokkuð af fíkniefnum og verður málið rannsakað nánar í dag. Innlent 5.7.2007 07:31