Innlent

Mýrin valin besta myndin

Guðjón Helgason skrifar

Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Baltasar var kominn heim af hátíðinni þegar hann hafi verið kallaður aftur út og sagt að hann yrði verðlaunaður.

Kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary í Tékklandi er ein stærsta og virtasta í heimi. Hún er í svo kölluðum A-flokki kvikmyndahátíða eins og hátíðirnar í Cannes og Berlín og er þetta í fyrsta sinn sem íslensk mynd fær aðalverðlun á hátíð í þeim flokki. Mýrin hlaut kristalshnöttinn svokallaða á hátíðinni og tók Baltasar við verðlaununum úr hendi bandaríska leikarans Danny DeVito.

Baltasar segir það hafa komið sér á óvart að myndin fengi verðlaunin. Hann hafi verið kominn heim af hátíðinni en verið kallaður aftur út því verðlauna væri að vænta á lokahátíðinni. Baltasar segir þetta gott vegarnesti fyrir myndina sem fari á fleiri hátíðir. Nú berist tilboð um kaup á sýningarrétti og annað. Hann segist ekki hafa byrjað betur með mynd fyrr. Mýrinni hlaut einnig verðlaun samtaka kvikmyndaklúbba á hátíðinni.

Mýrin var ekki eina íslenska myndin í Karlovy Vary að þessu sinni. Leikstjórinn Ragnar Bragason var þar einnig með myndirnar Börn og Foreldrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×