Þrír í haldi lögreglu vegna gruns um fíkniefnamisferli
Þrír menn eru í haldi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að þeir voru handteknir í nótt , grunaðir um fíkniefnamisferli. Við húsleit heima hjá þeim fannst nokkuð af fíkniefnum og verður málið rannsakað nánar í dag.