Innlent

Nýr og umhverfisvænn forsetabíll

Lexus LS600h
Lexus LS600h

Forseti Íslands tekur við nýrri Lexus tvinnbifreið frá Tadashi Arashima, forstjóra Toyota í Evrópu, seinni partinn í dag. Bifreiðin er af gerðinni Lexus LS600h og er knúinn Hybrid-kerfi sem samanstendur af rafmótor og öflugri átta strokka fimm lítra bensínvél. Hægt er að aka einungis á rafmótor upp að ákveðnum hraða. Bíllinn bætir síðan sjálfkrafa við afli frá bensínvélinni þegar þess þarf.

Þessi tækni hefur það í för með sér að upp að vissum hraða getur bíllinn verið algjörlega laus við útblástur. Átta gata vélin í bílnum er sögð gefa frá sér aðeins 20% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem hefðbundnar fimm lítra átta strokka vélar spúa frá sér. Þetta er í fyrsta skipti sem hybrid tækni er notuð með átta strokka bílvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×