Innlent

Fréttamynd

Eldur kviknaði í kjallaraíbúð

Eldur kviknaði í kjallara íbúðarhúss við Hlíðarveg í Kópavogi um sexleytið í morgun. Tveir voru í íbúðinni og komust þeir út af sjálfsdáðum, auk fjögurra manna fjölskyldu sem býr á efri hæð hússins.

Innlent
Fréttamynd

PCB-efnin send til Þýskalands

Síðustu sekkirnir með PCB-menguðum jarðvegi, sem geymdir hafa verið á svæði Hringrásar í Klettagörðum frá því árið 2001, voru í gær sendir með skipi Atlantsskipa áleiðis til Þýskalands þar sem efnið verður urðað í spilliefnamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

48 brottfarir og komur í ágúst

Tvöföldun hefur orðið á millilandaflugi á Egilsstaðaflugvelli það sem af er ári miðað við allt árið í fyrra. Ingólfur Arnarson flugvallarstjóri á Egilsstaðaflugvelli segir fjölgunina mikið til komna vegna virkjunarframkvæmdanna á svæðinu. Mikill fjöldi fólks fari um völlinn vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Dagsbrún verði skipt í tvö félög

Áformað er að skipta Dagsbrún upp í tvö félög; Og Vodafone, sem er fjarskiptahluti félagsins, og 365 miðla, sem heldur utan um fjölmiðlarekstur og gefur meðal annars út Fréttablaðið. Þriðja stoð félagsins, sem er á sviði upplýsingatækni, mun fylgja fjarskiptastarfseminni, samkvæmt heimildum. Félögin tvö verði skráð í Kauphöll Íslands en Dagsbrún afskráð.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í þrjátíu daga fangelsi skilorðsbundið. Sakarefni voru líkamsárás, auk þess að hafa þrívegis verið með fíkniefni í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir á annað til þriðja sæti

Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér í annað til þriðja sæti á lista flokksins við þingkosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Vildi ekki opinbera ágreining hjá Strætó

Björk Vilhelmsdóttir leyndi ágreiningi sem uppi var innan stjórnar Strætó bs. um reksturinn. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir til athugunar að breyta fyrirtækinu. Þær eru sammála um að hlutur Reykjavíkur í stjórn Strætó sé of lítill.

Innlent
Fréttamynd

Hækkað um átta prósent

Afnotagjald Ríkisútvarpsins hækkar um átta prósent um næstu mánaðamót. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu menntamálaráðherra þess efnis á fundi sínum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins æsktu stjórnendur RÚV átján prósenta hækkunar.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir ekki flugvélaeftirlit

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að Bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið. Þetta kom fram í fréttum NFS í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fær lyf þrátt fyrir skuldir

Forstjóri Landspítalans segir samskipti við birgja góð þrátt fyrir að spítalinn geti ekki staðið í skilum. Spítalanum hefur aldrei verið neitað um afgreiðslu lyfja. Birgjar staðfesta skuldir upp á tugi milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Leita stolinna upplýsinga

Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú hvort og þá hvaða upplýsingar njósnabúnaður sem fannst á kortasjálfsala við bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu hefur að geyma. Tilkynnt var um búnaðinn til lögreglu í lok síðasta mánaðar, sem tók málið þegar til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi þarf að taka ákvörðun

Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir afar brýnt að framkvæmdir vegna úrbóta á fangelsunum við Akureyri og Kvíabryggju hefjist á ný sem fyrst. Hann segir að hætt hafi verið við framkvæmdirnar þegar ríkisstjórnin ákvað í maí að stöðva opinberar framkvæmdir. Þeirri ákvörðun hafi enn ekki verið breytt.

Innlent
Fréttamynd

Kókaínmaður laus úr gæslu

Maður sem grunaður er um að hafa reynt að smygla inn tveimur kílóum af kókaíni í félagið við fjóra aðra losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Áður hafði 18 ára stúlka, sem kókaínið fannst á, verið leyst úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Segja yfirvöld sýna óvirðingu

Stjórn Félags um verndun hálendis Austurlands harmar þá óvirðingu sem yfirvöld orku- og iðnaðarmála, ásamt nú- og fyrrverandi forsætisráðherra hafa sýnt þingi og þjóð. Það hafi þau gert með því að láta eins og meðferðin á skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings hafi verið eðlileg og mönnum sæmandi. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldi gegn börnum tilkynnt 940 sinnum

Hátt á sjötta þúsund tilkynningar bárust barnaverndarnefndum á síðasta ári. Um sextán prósent voru vegna ofbeldis gegn börnum og þrjátíu prósent vegna vanrækslu. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur áhyggjur af stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Ísland situr í níunda sæti

Ísland hækkar sig á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Eignaréttur og frjáls viðskipti grunnatriði, segir framkvæmdastjóri RSE.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldinn hefur nær tífaldast frá stofnun

Húsnæði Háskólans í Reykjavík stækkaði um 6.000 fermetra í gær þegar skólinn tók í notkun Kringluna 1. Þar hafði Morgunblaðið aðsetur áður en það flutti upp í Hádegismóa.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður stefnir á efsta sætið

Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og varaformaður flokksins. Þorgerður skipaði fjórða sæti listans við kosningarnar 2003 en setur nú stefnuna á fyrsta sætið. Árni M. Mathiesen skipaði það sæti í síðustu kosningum en hann hefur afráðið að færa sig í Suðurkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Liðsauka vantar í Afganistan

Yfirmenn innan Atlantshafsbandalagsins hafa hvatt aðildarríki til að útvega liðsauka í baráttunni gegn skæruliðum talíbana í suðurhluta Afganistans að því er kemur fram á vefsíðu BBC.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk of kærulaust

Flestir nýsmitaðra alnæmissjúklinga á Norðurlöndunum eru ungir karlmenn, hommar eða tvíkynhneigðir. Ingi Rafn Hauksson, formaður alnæmissamtakanna, segir áberandi kæruleysi hérlendis hjá ungu fólki. Hann hefur áhyggjur af því að Ísland rati sömu leið ef ekkert verður að gert. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum NFS í gær.

Innlent
Fréttamynd

Steve Forbes til landsins

Athafnamaðurinn Steve Forbes er væntanlegur til landsins. Forbes, sem er aðaleigandi, forstjóri og ritstjóri viðskiptatímaritsins Forbes, mun halda fyrirlestur þann 6. febrúar næst­komandi. Einar Bárðarson, umboðsmaður og tónleikahaldari, stendur fyrir komu hans til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Erum efnislega sammála

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að málflutningur ASÍ sé í raun efnislega samhljóða formönnum sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Gæti sparað milljarða króna

Nýr ferðakostur hefur verið tekinn í notkun innan Reykjavíkur og binda eigendur vonir við að hann verði til þess að milljarðar sparist í vegaframkvæmdum.

Innlent
Fréttamynd

Mörg bíða frekari greiningar

Biðtími eftir sálfræðiþjónustu grunnskóla í Kópavogi er aðeins 1-2 vikur samkvæmt upplýsingum frá Tómasi Jónssyni, forstöðumanni sérfræðiþjónustu grunnskóla í Kópavogi. Til samanburðar má geta þess að biðtími eftir sálfræðiþjónustu í Reykjavík er mun lengri og getur skipt mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt félag gengur í ASÍ

Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur samþykkt inngöngu sameinaðs félags járniðnaðarmanna og vélstjóra. Ekki hefur verið ákveðið hvað hið sameinaða félag á að heita. Það verður ákveðið á fundi í október.

Innlent
Fréttamynd

Vildi finna einhvern til að drepa

Sextán ára piltur, sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald fyrir að hafa stungið tuttuguogfimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi, sagðist við handtöku hafa kynnst manninum í gegnum internetið með það í huga að finna einhvern til að drepa.

Innlent
Fréttamynd

Segist vilja að fylgst sé með lofhelginni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Bað ekki um að þyrlurnar yrðu lengur

Björn Bjarnason segist ekki hafa beðið Bandaríkjamenn um að halda björgunarþyrlum sínum þar til aðrar þyrlur kæmu í þeirra stað í október en þyrlur hersins fara í næstu viku. Formaður Sjómannasambands Ísland segir það setja sjómenn í hættu að bilið þarna á milli sé ekki brúað því slysin geri ekki boð á undan sér.

Innlent
Fréttamynd

Barr hækkar tilboð sitt í PLIVA

Forsvarsmenn bandaríska lyfjafyrirtæksins Barr greindu frá því í dag þeir hefðu hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA. Þar með heldur barátta Actavis og Barr um yfirráð í PLIVA áfram.

Innlent