Ísland situr í níunda sæti 9. september 2006 03:30 Birgir Tjörvi Pétursson Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt. Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt.
Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira