Innlent

Alþingi þarf að taka ákvörðun

Valtýr Sigurðsson
Valtýr Sigurðsson

Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir afar brýnt að framkvæmdir vegna úrbóta á fangelsunum við Akureyri og Kvíabryggju hefjist á ný sem fyrst. Hann segir að hætt hafi verið við framkvæmdirnar þegar ríkisstjórnin ákvað í maí að stöðva opinberar framkvæmdir. Þeirri ákvörðun hafi enn ekki verið breytt.

Við höfum lagt mikla áherslu á að það verði ráðist í úrbætur á Kvíabryggju enda eru þær tiltölulega ódýrar og bæta við sex til átta fangaplássum. Alþingi þarf að taka ákvörðun um það hvaða framkvæmdum á að hleypa áfram,“ segir hann. „Á seinasta þingi var búið að veita fjárlögum til Kvíabryggju og Akureyrar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur tekið undir það að þessi ferill eigi að halda áfram.“

Litla-hraun Hönnunar- og teiknivinna við nýtt fangelsi á Hólmsheiði og Litla-Hraun mun halda áfram þó ekki megi byrja að byggja. Forstjóri Fangelsismálastofnunar vonast til þess að Alþingi flauti sem fyrst til leiks svo framkvæmdir geti hafist á ný.

Valtýr segir að hönnunar- og teiknivinna við nýja fangelsið á Hólmsheiði og Litla-Hraun muni halda áfram þrátt fyrir að framkvæmdir geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórnin gefur leyfi. „Við viljum að allt verði tilbúið þegar flautan gellur. Við vonum að það verði sem fyrst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×