Innlent

Fréttamynd

Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi

Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Í hart vegna gagna um hleranir

Ragnar Arnalds ætlar að stefna þjóðskjalaverði fyrir dóm fyrir að ritskoða og breyta hlerunargögnum sem hann fékk afhent um sjálfan sig.

Innlent
Fréttamynd

Óslasaður eftir hátt fall

Tvítugur maður, sem féll niður tólf metra í vinnuslysi í Hafnarfirði í gær, slapp með skrámur og er þakklátur fyrir að vera á lífi. Hann var ekki lofthræddur fyrir og það hefur ekki breyst en ætlar þó að sýna meiri varkárni næst.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 2000 hafa tekið þátt í prófkjöri

1470 höfðu tekið þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík klukkan sex í dag en með utankjörfundaratkvæðum höfðu yfir tvö þúsund tekið þátt. Alls eru um 21 þúsund á kjörskrá.

Innlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhaldi fyrir fíkniefnainnflutning

Tveir Íslendingar hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því um síðustu helgi fyrir innflutning á yfir tíu kílóum af hassi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, hefur staðfest að tveir menn séu í haldi fyrir innflutning á fíkniefnum sem komu með hraðsendingu frá Danmörku um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum NFS vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld en efnin voru flutt inn með fyrirtækinu Fedex. Það og magn efnanna vildi Hörður þó ekki staðfesta.

Innlent
Fréttamynd

Notkun endurskinsmerkja ábótavant

Lögreglan í Reykjavík hefur tekið eftir því að notkun endurskinsmerkja á höfuðborgarsvæðinu er ábótavant. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vegfarendur, sem bera endurskinsmerki, sjást mun betur í umferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 1600 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Alls höfðu 936 kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar nú klukkan fjögur en prókjörið hófst á hádegi. Þegar við er bætt utankjörfundaratkvæðum hafa samtals ríflega 1600 manns greitt atkvæði í prófkjörinu en kosið er í Valhöll í dag og er opið til níu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sæbraut lokuð við Seðlabanka um helgina vegna framkvæmda

Syðri akrein Sæbrautar verður lokuð til austurs frá Lækjargötu að Faxagötu frá kl. 8 á laugardagsmorgni til kl. 6 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að lokunin sé vegna tengingar frárennslisröra sem færa þurfi vegna lóðaframkvæmda fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við prófkjör sagður 2,7 milljónir króna

Kostnaður við framboð Péturs H. Blöndal í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninga er 2,7 milljónir króna. Þetta upplýsir Pétur í tilkynningu til fjölmiðla og segir greint frá tölunum í kjölfar getgátna í fjölmiðlum um kostnað prófkjöra.

Innlent
Fréttamynd

SHÍ fagnar tillögum um lækkun skatta á bækur

Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að lækka virðsaukaskatt á bókum bókum, blöðum og tímaritum enda breytingarnar á efa nokkur kjarabót fyrir námsmenn sem greiði mikið fyrir námsbækur.

Innlent
Fréttamynd

Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum

Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar."

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast koma á fót Tyrkjaránssetri

Ætlunin er að koma á fót Tyrkjaránssetri í Vestmannaeyjum og hefur þegar verið stofnað félag sem ætlað er að reka það. Í tilkynningu frá aðstandendum setursins segir að því sé ætlað að verða miðstöð rannsókna og fræðslu um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 og er liður í menningartengdri ferðaþjónustu í Eyjum.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair markaðsfyrirtæki ársins 2006

Icelandair var valið markaðsfyrirtæki ársins 2006 á athöfn á vegum ÍMARk sem er félag íslensks markaðsfólks. Verðlaunin voru nú veitt í sextánda sinn og það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem veitti þau við athöfn á veitingastaðnum Apóteki.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðarsjóður lagður niður

Til stendur að leggja niður Þjóðhátíðarsjóð innan fjögurra til fimm ára og greiða út höfuðstól hans á næstu árum. Sjóðurinn var settur á fót árið 1977 og var stofnfé hans þrjú hundruð milljónir króna sem var ágóði af sölu svokallaðrar þjóðhátíðarmyntar sem slegin var í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi árið 1974.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt

Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prófkjör um helgina

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Boðin lögregluvernd í Ástralíu vegna hvalveiða

Ingu Árnadóttur, ræðismanni Íslands í Ástralíu. var var boðin lögregluvernd vegna viðbragða þar í landi við hvalveiðum Íslendinga. Í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun sagði Inga frá því að henni hefðu borist þúsundir skeyta, vegna hvalveiðanna.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður NIB minnkar

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) skilaði tæplega 90 milljóna evra hagnaði á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta jafngildir 7,7 milljörðum íslenskra króna, sem er 27 milljónum evrum eða 2,3 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra. Lánahlutfall til Íslands var hátt á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brotist inn um hábjartan dag

Brotist var inn í íbúð í Njarðvík um hábjartan dag í gær. Heimilisfólkið var í vinnu á meðan þjófarnir létu greipar sópa um íbúðina sem er á fyrstu hæð í fjölbýli. Farið var inn með því að spenna upp svalahurð og var fartölvu, vídeótæki, stafrænni myndavél og fleiri tækjum stolið. Lögreglan rannsakar málið en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki.

Innlent
Fréttamynd

Alnæmissamtökin fræða unglinga í vetur

Alnæmissamtökin hefja nú um mánaðamótin fræðslu- og forvarnarátak sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunnskólum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá samtökinum að þetta sé í þriðja sinn sem þau skipuleggi fræðslu um HIV-smit, alnæmi og kynsjúkdóma.

Innlent
Fréttamynd

Besti fjórðungur Kaupþings

Kaupþing skilaði 67,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaðurinn á þriðja fjórðungi ársins 35,4 milljörðum króna, sem er 27,5 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er besti ársfjórðungurinn í sögu bankans frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskiptahalli rúmir hundrað milljarðar á árinu

Viðskiptahallinn við útlönd reyndist 7,6 milljarðar króna í septembermánuði og er það rúmum fjórum milljörðum króna minni halli en í sama mánuði í fyrra. Fram kemur í tölum Hagstofunnar að vörur fyrir rúmlega 22 milljarða hafi verið fluttar út í mánuðinum en inn fyrir tæpa þrjátíu milljarða.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ gerir ráð fyrir mjúkri lendingu hagkerfisins

Samkvæmt hagspá Hagdeildar ASÍ fyrir næstu tvö ár er gert ráð fyrir að við lok núverandi stóriðjuframkvæmda nái hagkerfið mjúkri lendingu sem feli í sér að ekki verði harkalegur samdráttur, þótt verulega hægi á.

Innlent