Innlent

Óslasaður eftir hátt fall

Tvítugur maður, sem féll niður tólf metra í vinnuslysi í Hafnarfirði í gær, slapp með skrámur og er þakklátur fyrir að vera á lífi. Hann var ekki lofthræddur fyrir og það hefur ekki breyst en ætlar þó að sýna meiri varkárni næst.

Jóhann Sigurðsson slapp ótrúlega þegar hann féll niður lagnaop en hann var að vinna við múrverk í nýbyggingu í Hafnarfirði í gær.Jóhann rak höndina í rör á leiðinni niður sem aðeins dró úr fallinu og það þaut margt í gegnum hugann. Jóhann er mjög ánægður með að vera á lífi og ekki meira meiddur en raun ber vitni. Hann var ekki lofthræddur fyrir og segir það ekki hafa breyst.

Hann var ekki með hjálm en ætlar að passa betur upp á öryggisbúnað í framtíðinni. Aðeins þurfti að sauma hann fjögur til fimm spor í ristina en aðrir áverkar voru einungis litlar rispur og hann ætlar að mæta til vinnu á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×