Innlent

ASÍ gerir ráð fyrir mjúkri lendingu hagkerfisins

Hagdeild ASÍ spáir því meðal annars að gengi krónunnar muni verða stöðugra strax árið 2008.
Hagdeild ASÍ spáir því meðal annars að gengi krónunnar muni verða stöðugra strax árið 2008. MYND/Gunnar

Samkvæmt hagspá Hagdeildar ASÍ fyrir næstu tvö ár er gert ráð fyrir að við lok núverandi stóriðjuframkvæmda nái hagkerfið mjúkri lendingu sem feli í sér að ekki verði harkalegur samdráttur, þótt verulega hægi á.

Aðlögunin að jafnvægi verði þó alls ekki sársaukalaus því kaupmáttur margra dragist saman og gjaldþrotum fjölgi. Strax á árinu 2008 verður hagvöxtur ágætur, verðbólga hófleg, stýrivextir lægri og gengið stöðugra. Samkvæmt spánni nær hagkerfið jafnvægi á árinu 2008 eftir mikið ójafnvægi liðinna ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×