Innlent

Alnæmissamtökin fræða unglinga í vetur

Alnæmissamtökin hefja nú um mánaðamótin fræðslu- og forvarnarátak sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunnskólum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá samtökinum að þetta sé í þriðja sinn sem þau skipuleggi fræðslu um HIV-smit, alnæmi og kynsjúkdóma.

 Þetta er í þriðja skipti sem Alnæmissamtökin skipuleggja fræðslu um hiv-smit, alnæmi og kynsjúkdóma en átakið er í samstarfi við Landlæknisembættið, lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. og Kaupang eignarhaldsfélag. Forvarnaátakið hefst á Egilsstöðum eftir helgi og búast má við að á tíunda þúsund nemendur í 9. og 10. bekk hlýði á fræðslufulltrúa Alnæmissamtakanna alls staðar á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×