Viðskipti innlent

Besti fjórðungur Kaupþings

Kaupþing skilaði 67,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaðurinn á þriðja fjórðungi ársins 35,4 milljörðum króna, sem er 27,5 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er besti ársfjórðungurinn í sögu bankans frá upphafi.

Í tilkynningu frá Kaupþingi segir að gengishagnaður hafi numið 37,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi en það er 680,7 prósentum meira en á sama tíma í fyrra.

Bankinn seldi 10,1 prósenta heildarhlutafjár Exista í tengslum við skráningu þess í Kauphöll Íslandsins og bókfærði tæplega 26,1 milljarðs króna gengishagnað vegna þessa.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir þetta besta fjórðung Kaupþings frá upphafi. Uppgjörið einkennist af miklum gegnishagnaði vegna sölu á hlut sínum í Exista og sé hagnaðurinn nú þegar orðinn meiri en á öllu síðasta ári.

Tilkynning Kaupþings til Kauphallar Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×