Tveir Íslendingar hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því um síðustu helgi fyrir innflutning á yfir tíu kílóum af hassi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, hefur staðfest að tveir menn séu í haldi fyrir innflutning á fíkniefnum sem komu með hraðsendingu frá Danmörku um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum NFS vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld en efnin voru flutt inn með fyrirtækinu Fedex. Það og magn efnanna vildi Hörður þó ekki staðfesta.
Í gæsluvarðhaldi fyrir fíkniefnainnflutning
Mest lesið

Þrír í vikulangt gæsluvarðhald
Innlent





Best að sleppa áfenginu alveg
Innlent

Lögregla lýsir eftir manni
Innlent


