Innlent

Fréttamynd

Á eldfjalli hugmynda

Það sem Íslendingar kalla byggðavanda nefna aðrar þjóðir framþróun. Efnahagslegan stöðugleika frekar en álver. Framtíðarlandið er komið í pólitík.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk verk á uppboði

Uppboð á 132 listaverkum eftir danska, sænska, norska, finnska og íslenska listamenn verður í dag haldið hjá Christie"s í Lundúnum.

Innlent
Fréttamynd

Alveg bannað að svindla

Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Prófkjörið kostaði 80-90 milljónir

Kostnaður, vegna prófkjörs frambjóðenda í nýloknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, er talinn nema áttatíu til níutíu milljónum króna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki síður ríkari ástæðu til þess að beina sjónum sínum að prófkjörskostnaði en fjármálum stjórnmálaflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri valinn á morgun

Tilkynnt verður á morgun hver verði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Fastlega er búist við að það verði Halldór Ásgrímsson. Talið er að endanleg niðurstaða liggi fyrir eftir fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst í Kaupmannahöfn klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma en Norðurlandaráðsþing er nú haldið þar í borg.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaeftirlitið höfðar dómsmál

Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlar að höfða dómsmál til að fá úrskurði kærunefndar hnekkt. Kærunefndin taldi að Fjármálaeftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka rétt ákveðinna stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent.

Innlent
Fréttamynd

Lést í sundlaug á Selfossi

Maðurinn sem fannst látinn í sundlaug Sundhallar Selfoss þann 26. október síðastliðinn hét Ólafur Þór Ólafsson, til heimilis að Vallholti 12 á Selfossi. Hann var 42 ára, ókvæntur og barnlaus. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er beðið niðurstöðu réttarkrufningar.

Innlent
Fréttamynd

Spá áframhaldandi vexti á Norðurlöndunum

Verg þjóðarframleiðsla á Norðulöndum eykst um 3,4 prósent á þessu ári og þrjú prósent á árinu 2007 sem er meira en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi fjármálaráðherra norrænu ríkjanna sem haldinn var í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn sem hófst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hálfs árs fangelsi fyrir árás með öxi

Karlmaður var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi, þar sem fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir, fyrir að hafa að slegið annan mann í höfuði með öxi og fyrir að hafa brugðið hníf að andliti hans.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma Össurar undir væntingum

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoman er rétt undir væntingum stjórnenda fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð

Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna aftur en lögreglan bendir vegfarendum á að hægt er að keyra í gegnum Grafarvog og Árbæ.

Innlent
Fréttamynd

Fannst látinn í Dyrdal

Maðurinn sem fannst látinn í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun um miðnætti í nótt hét Jóhann Haraldsson, til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfoss.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Möðrudalsöræfum

Bíll valt á Möðrudalsöræfum í morgun. Þrír voru í bílnum og voru þeir allir fluttir á Egilsstaði til læknisskoðunar. Lögreglan segir mikla hálku hafa verið á veginum í morgun og leiðinlegt veður. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan fólksins.

Innlent
Fréttamynd

FME höfðar dómsmál vegna SPH

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur ákveðið að höfða dómsmál til að ógilda úrskurði kærunefndar frá mánaðamótum júlí og ágúst á þessu ári þess efnis að eftirlitinu hafi verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við 5 prósent. Forstjóri FME segir málið reyna á grundvallarþætti hlutverk og getu FME til að stuðla að traustri fjármálastarfsemi hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrotadeild tekur til starfa

Kynferðisbrotadeild tekur til starfa í byrjun næsta árs þegar lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu verða sameinuð. Guðbjartsdóttir, einn af lögmönnum neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota, fagnar þessu.

Innlent
Fréttamynd

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Seðlabankinn ákveður stýrivexti á fimmtudag samhliða útgáfu Peningamála. Greiningardeild Glitnis reiknað með að bankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum en útilokar ekki 25 punkta hækkun. Stýrivextir Seðlabankans standa í 14 prósentum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kæra útgáfu framkvæmdaleyfis á Stóra-Skarðsmýrarfjalli

Landvernd hefur, ásamt Eldhestum og Birni Pálssyni, kært útgáfu sveitarfélagsins Ölfuss á framkvæmdaleyfi á Stóra-Skarðsmýrarfjalli. Vilja þessir aðilar að leyfið verði ógilt þar sem útgáfan samræmist ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.

Innlent
Fréttamynd

Avion Group selur eignir fyrir 34 milljarða

Avion Group hefur samþykkt tilboð frá hópi fjárfesta upp á 450 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 30,6 milljarða íslenskra króna, í XL Leisure Group, leiguflugs- og ferðaþjónustuhluta Avion, auk 51 prósents hluta í Avion Aircraft Trading fyrir 51 milljónir dala eða 3,5 milljarða krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fannst látinn vestan Nesjavallavirkjunar

Rúmlega fertugur karlmaður virðist hafa orðið úti í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun á fimmtudag en björgunarsveitarmenn fundu líkið af honum um miðnætti í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hagar töpuðu 121 milljón

Verslunarfyrirtækið Hagar, móðurfélag fjölda verslana, m.a. Hagkaupa, Bónuss, 10-11, tapaði 121 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá tapaði félagið 708 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framsókn stillir upp í Reykjavíkurkjördæmi norður

Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður ákváðu í gær á fundi sínum að stilla upp á lista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji leiða listann.

Innlent