Viðskipti innlent

Hagar töpuðu 121 milljón

Verslunarfyrirtækið Hagar, móðurfélag fjölda verslana, m.a. Hagkaupa, Bónuss, 10-11, tapaði 121 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá tapaði félagið 708 milljónum króna.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstrartekjur Haga námu rúmum 22,4 milljörðum króna á tímabilinu en rekstrargjöld án afskrifta námu 4,6 milljörðum króna. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) rúmum einum milljarði króna. Á sama tíma fyrir ári var hagnaðurinn hins vegar neikvæður um 131 milljón króna. Afskriftir námu 418 milljónum króna en hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta námu 619 milljónum króna.

Í tilkynningunni kemur fram að reksturinn hafi gegnið vel og afkoman í samræmi við áætlanir stjórnenda. Þá segir að samkeppni á matvörumarkaði sé enn mikil og framlegð þar óviðunandi sé horft til lengri tíma.  

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=35880">Tilkynning frá Högum til Kauphallar Íslands</a>





Fleiri fréttir

Sjá meira


×