Innlent Himinlifandi að kaupin séu gengin í gegn „Ég er að sjálfstögðu himinlifandi með að þetta sé gengið í gegn," sagði Eggert Magnússon, verðandi stjórnarformaður West Ham United, í samtali við NFS skömmu eftir að hann hafði fundað með stjórn félagsins vegna kaupa Eggerts og félaga á knattspyrnufélaginu. Innlent 21.11.2006 10:33 Moody’s staðfestir skuldabréfaútgáfu ríkissóðs Lánshæfisfyrirtækið Moody’s hefur gefið út lánshæfiseinkunn Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára að fjárhæð 1 milljarður evra eða 90,80 milljarða íslenskar krónur.Horfur fyrir lánshæfismatið eru stöðugar. Viðskipti innlent 21.11.2006 09:34 Eggert og félagar kaupa West Ham Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Innlent 21.11.2006 09:08 Farmur féll af flutningabíl Um fimmleytið í dag féll farmur aftan af flutningabíl á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugarvegs. Farmurinn var hitaveiturör og stóðu þau um fimm metra aftan af palli bílsins en máttu ekki standa lengur en tvo metra út. Olli atvikið töfum á umferð í allt að klukkutíma. Innlent 20.11.2006 22:41 Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Innlent 20.11.2006 19:18 Íslendingar útskrifa ljósmæður í Afganistan Tveir íslenskir hjúkrunafræðingar útskrifuðu á fjórða tug afganskra ljósmæðra og yfirsetukvenna í Afganistan af upprifjunarnámskeiði fyrr í mánuðinum. Önnur þeirra sem annaðist námskeiðið segir of fáar menntaðar ljósmæður í landinu og að rúmlega 90% kvenna í landinu fæði í heimahúsum. Innlent 20.11.2006 19:12 Gríðarlegt tjón á húsum varnarliðsins Hundruð milljóna króna tjón varð á íbúðarblokkum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda. Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar segir að það sé ekki búið að fá neinar eignir afhendar ennþá. Málið er á borði utanríkisráðuneytisins. Innlent 20.11.2006 18:56 Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Innlent 20.11.2006 16:35 Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglu Karlmaður var Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hóta tveimur lögreglumönnum að nauðga konum þeirra. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Selfossi í upphafi ársins en þá hafði maðurinn verið handtekinn á heimili sínu og foreldra hans vegna slagsmála og heimilisófriðar þar. Innlent 20.11.2006 16:24 Konur í rafiðnaði með hærri dagvinnulaun en karlar Konur í rafiðnaði sem lokið hafa sveinsprófi eða meiri menntun reyndust hafa 18 prósentum hærri dagvinnulaun en karlar í sömu stöðu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið í september síðastliðnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 20.11.2006 16:14 West Ham tilboð Eggerts kynnt innan sólarhrings Verið er að leggja síðustu hönd á formlegt tilboð Eggerts Magnússonar og félaga í enska knattspyrnufélagið West Ham. Tilboðið verður kynnt opinberlega innan sólarhrings. Samkvæmt Sky sjónvarpsstöðinni er ætlunin að bjóða 75 milljónir punda fyrir félagið, jafnvirði 10 miljarða króna, auk þess sem yfirteknar verða tæplega þriggja miljarða króna skuldir félagsins. Innlent 20.11.2006 14:29 Rekstur Esso og Bílanausts sameinaður Eigendur Olíufélagsins Esso og Bílanausts og dótturfélaga hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum beggja félaga í dag en hvort tveggja er í eigu eignarhaldsfélagsins BNT. Innlent 20.11.2006 14:24 Eigendur Olíufélagsins og Bílanausts sameina reksturinn Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. Viðskipti innlent 20.11.2006 14:23 Leitað eftir tilnefningum fyrir Ljósahús Reykjanesbæjar Íbúar í Reykjanesbæ keppa nú í sjötta sinn um titilinn Ljósahús Reykjanesbæjar þar sem best skreyttu húsin og göturnar fyrir jólin verða verðlaunuð. Það eru menningar-, íþrótta- og tómstundsvið Reykjanesbæjar ásamt Hitaveitu Suðurnesja sem standa að samkeppninni en auk Ljósahúss Reykjanesbæjar verða veittar viðurkenningar fyrir sérstakt jólahús, jólagötuna, fjölbýlishúsið og best skreytta verslunargluggann. Innlent 20.11.2006 13:54 Strokufangi reyndi að smygla fíkniefnum inn á Lilta-Hraun Strokufanginn af Litla-Hrauni sem leitað var að í síðustu viku og gaf sig á endanum fram við fangelsisyfirvöld reyndi að smygla bæði fíkniefnum og steratöflum inn í fangelsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Innlent 20.11.2006 13:13 Nýr skipstjóri á flutningaskipið Vilke Flutningaskipið Vilke, sem lenti í hrakningum suðaustur af landinu í nokkra daga í síðustu viku uns varðskip fylgdi því til ákvörðunarstaðar á Reyðarfirði, fékk nýjan skipstjóra um borð í gærkvöldi. Innlent 20.11.2006 12:18 Liggur enn á milli heims og helju í Lundúnum Íslendingur, sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í London snemma í gærmorgun, liggur enn á milli heims og helju á gjörgæsludeild sjúkrahúss í borginni og hefur ekki komist til meðvitundar. Ráðist var á hann við Arnold Circus í austur hluta borgarinnar. Innlent 20.11.2006 12:16 Enn á gjörgæsludeild eftir bruna við Ferjubakka Maðurinn sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka þann 7. nóvember er enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndundarvél. Eiginkona hans lést af sárum sínum. Innlent 20.11.2006 12:22 Erninum Sigurerni þyrmt Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt. Innlent 20.11.2006 12:08 Bergþór hættur sem aðstoðarmaður samgönguráðherra Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins. Hann mun leita á önnur mið eins og segir í tilkynningu frá honum til samstarfsmanna. Innlent 20.11.2006 12:04 Ungir jafnaðarmenn segja Valdimar Leó tapsáran Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi. Innlent 20.11.2006 11:50 Í annarlegu ástandi á bíl í Öxnadal Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn á laugardag eftir að hafa komið þeim til aðstoðar í Öxnadal þar sem bíll þeirra sat fastur. Lögreglan fékk tilkynningu um að fólksbíll mannanna væri fastur utan vegar í Öxnadal á laugardagsmorgun og þegar hún kom á vettvang kom í ljós ekki var allt með felldu því mennirnir reyndust allir í annarlegu ástandi. Innlent 20.11.2006 11:19 Létu greipar sópa í Glerárskóla Lögreglan á Akureyri hefur handtekið tvo menn á þrítugsaldri sem létu greipar sópa í Glerárskóla aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Fram kemur á vef lögreglunnar á Akueyri að mennirnir hafi haft á brott með sér fimm fartölvur, tvo skjávarpa, tvær myndavélar og nokkuð af smápeningum. Innlent 20.11.2006 10:58 Lögregla fylgist með notkun stefnuljósa Lögregluliðin á Suðvesturlandi standa nú fyrir átaksverkefni þar sem fylgst er með því hversu vel íbúar á suðvesturhorninu nota stefnuljósin á bílum sínum. Innlent 20.11.2006 10:20 365 hf. ekki skráð í vísitölu Kauphallar í dag Skipting Dagsbrúnar hf. í tvö félög, Teymi og 365 hf., sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins sl. föstudag, veldur því að ekki er til viðskiptasaga fyrir 365 hf. í núverandi mynd. 365 hf. mun því ekki verða í hlutabréfavísitölum Kauphallarinnar í dag. Hlutir Teymis verða hins vegar skráðir í kauphöllina. Viðskipti innlent 20.11.2006 10:06 SP-Fjármögnun - Eignarhaldsfélagið kaupir ráðandi hlut í Verði Eignarhaldsfélagið ehf. keypti í dag 98% hlutafjár í Verði Íslandstryggingu hf. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins um að kaupendur fari með ráðandi hlut í félaginu. Samhliða kaupunum mun Guðmundur Jóh. Jónsson verða ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Viðskipti innlent 20.11.2006 10:01 Íslendingur liggur á gjörgæslu eftir líkamsárás í Lundúnum Íslendingur á fertugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum eftir að ráðist var á hann í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Lundúnum var maðurinn á ferð við Arnold Circus í austurhluta borgarinnar þegar þrír karlmenn réðust á hann um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Innlent 19.11.2006 22:13 Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla Björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum aðfaranótt sunnudags og í gærdag. Lögreglan þurfti að óska eftir aðstoð Strætós bs. til að ferja fólk heim úr miðbæ Reykjavíkur. Mikil ófærð var víða á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.11.2006 22:13 Varnargarður angrar siglfirska fjölskyldu Fjögurra manna fjölskylda á Siglufirði hefur öll sofið í sama herberginu í rúm tvö ár vegna vatnsleka frá snjóflóðavarnargarði. Bæjarfélagið og Ofanflóðasjóður íhuga nú ábyrgð sína. Hjónin eru þreytt á ástandinu og vilja varanlega lausn. Innlent 19.11.2006 22:13 Frábært færi og fjöldi gesta í brekkunum Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað almenningi um helgina, í fyrsta skipti í vetur. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, var veðrið gott og skíðafærið frábært alla helgina. Ekki var nægur snjór á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli til þess að hægt væri að opna þau. Innlent 19.11.2006 22:13 « ‹ 145 146 147 148 149 150 151 152 153 … 334 ›
Himinlifandi að kaupin séu gengin í gegn „Ég er að sjálfstögðu himinlifandi með að þetta sé gengið í gegn," sagði Eggert Magnússon, verðandi stjórnarformaður West Ham United, í samtali við NFS skömmu eftir að hann hafði fundað með stjórn félagsins vegna kaupa Eggerts og félaga á knattspyrnufélaginu. Innlent 21.11.2006 10:33
Moody’s staðfestir skuldabréfaútgáfu ríkissóðs Lánshæfisfyrirtækið Moody’s hefur gefið út lánshæfiseinkunn Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára að fjárhæð 1 milljarður evra eða 90,80 milljarða íslenskar krónur.Horfur fyrir lánshæfismatið eru stöðugar. Viðskipti innlent 21.11.2006 09:34
Eggert og félagar kaupa West Ham Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Innlent 21.11.2006 09:08
Farmur féll af flutningabíl Um fimmleytið í dag féll farmur aftan af flutningabíl á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugarvegs. Farmurinn var hitaveiturör og stóðu þau um fimm metra aftan af palli bílsins en máttu ekki standa lengur en tvo metra út. Olli atvikið töfum á umferð í allt að klukkutíma. Innlent 20.11.2006 22:41
Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Innlent 20.11.2006 19:18
Íslendingar útskrifa ljósmæður í Afganistan Tveir íslenskir hjúkrunafræðingar útskrifuðu á fjórða tug afganskra ljósmæðra og yfirsetukvenna í Afganistan af upprifjunarnámskeiði fyrr í mánuðinum. Önnur þeirra sem annaðist námskeiðið segir of fáar menntaðar ljósmæður í landinu og að rúmlega 90% kvenna í landinu fæði í heimahúsum. Innlent 20.11.2006 19:12
Gríðarlegt tjón á húsum varnarliðsins Hundruð milljóna króna tjón varð á íbúðarblokkum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda. Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar segir að það sé ekki búið að fá neinar eignir afhendar ennþá. Málið er á borði utanríkisráðuneytisins. Innlent 20.11.2006 18:56
Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Innlent 20.11.2006 16:35
Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglu Karlmaður var Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hóta tveimur lögreglumönnum að nauðga konum þeirra. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Selfossi í upphafi ársins en þá hafði maðurinn verið handtekinn á heimili sínu og foreldra hans vegna slagsmála og heimilisófriðar þar. Innlent 20.11.2006 16:24
Konur í rafiðnaði með hærri dagvinnulaun en karlar Konur í rafiðnaði sem lokið hafa sveinsprófi eða meiri menntun reyndust hafa 18 prósentum hærri dagvinnulaun en karlar í sömu stöðu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið í september síðastliðnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 20.11.2006 16:14
West Ham tilboð Eggerts kynnt innan sólarhrings Verið er að leggja síðustu hönd á formlegt tilboð Eggerts Magnússonar og félaga í enska knattspyrnufélagið West Ham. Tilboðið verður kynnt opinberlega innan sólarhrings. Samkvæmt Sky sjónvarpsstöðinni er ætlunin að bjóða 75 milljónir punda fyrir félagið, jafnvirði 10 miljarða króna, auk þess sem yfirteknar verða tæplega þriggja miljarða króna skuldir félagsins. Innlent 20.11.2006 14:29
Rekstur Esso og Bílanausts sameinaður Eigendur Olíufélagsins Esso og Bílanausts og dótturfélaga hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum beggja félaga í dag en hvort tveggja er í eigu eignarhaldsfélagsins BNT. Innlent 20.11.2006 14:24
Eigendur Olíufélagsins og Bílanausts sameina reksturinn Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. Viðskipti innlent 20.11.2006 14:23
Leitað eftir tilnefningum fyrir Ljósahús Reykjanesbæjar Íbúar í Reykjanesbæ keppa nú í sjötta sinn um titilinn Ljósahús Reykjanesbæjar þar sem best skreyttu húsin og göturnar fyrir jólin verða verðlaunuð. Það eru menningar-, íþrótta- og tómstundsvið Reykjanesbæjar ásamt Hitaveitu Suðurnesja sem standa að samkeppninni en auk Ljósahúss Reykjanesbæjar verða veittar viðurkenningar fyrir sérstakt jólahús, jólagötuna, fjölbýlishúsið og best skreytta verslunargluggann. Innlent 20.11.2006 13:54
Strokufangi reyndi að smygla fíkniefnum inn á Lilta-Hraun Strokufanginn af Litla-Hrauni sem leitað var að í síðustu viku og gaf sig á endanum fram við fangelsisyfirvöld reyndi að smygla bæði fíkniefnum og steratöflum inn í fangelsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Innlent 20.11.2006 13:13
Nýr skipstjóri á flutningaskipið Vilke Flutningaskipið Vilke, sem lenti í hrakningum suðaustur af landinu í nokkra daga í síðustu viku uns varðskip fylgdi því til ákvörðunarstaðar á Reyðarfirði, fékk nýjan skipstjóra um borð í gærkvöldi. Innlent 20.11.2006 12:18
Liggur enn á milli heims og helju í Lundúnum Íslendingur, sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í London snemma í gærmorgun, liggur enn á milli heims og helju á gjörgæsludeild sjúkrahúss í borginni og hefur ekki komist til meðvitundar. Ráðist var á hann við Arnold Circus í austur hluta borgarinnar. Innlent 20.11.2006 12:16
Enn á gjörgæsludeild eftir bruna við Ferjubakka Maðurinn sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka þann 7. nóvember er enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndundarvél. Eiginkona hans lést af sárum sínum. Innlent 20.11.2006 12:22
Erninum Sigurerni þyrmt Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt. Innlent 20.11.2006 12:08
Bergþór hættur sem aðstoðarmaður samgönguráðherra Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins. Hann mun leita á önnur mið eins og segir í tilkynningu frá honum til samstarfsmanna. Innlent 20.11.2006 12:04
Ungir jafnaðarmenn segja Valdimar Leó tapsáran Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi. Innlent 20.11.2006 11:50
Í annarlegu ástandi á bíl í Öxnadal Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn á laugardag eftir að hafa komið þeim til aðstoðar í Öxnadal þar sem bíll þeirra sat fastur. Lögreglan fékk tilkynningu um að fólksbíll mannanna væri fastur utan vegar í Öxnadal á laugardagsmorgun og þegar hún kom á vettvang kom í ljós ekki var allt með felldu því mennirnir reyndust allir í annarlegu ástandi. Innlent 20.11.2006 11:19
Létu greipar sópa í Glerárskóla Lögreglan á Akureyri hefur handtekið tvo menn á þrítugsaldri sem létu greipar sópa í Glerárskóla aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Fram kemur á vef lögreglunnar á Akueyri að mennirnir hafi haft á brott með sér fimm fartölvur, tvo skjávarpa, tvær myndavélar og nokkuð af smápeningum. Innlent 20.11.2006 10:58
Lögregla fylgist með notkun stefnuljósa Lögregluliðin á Suðvesturlandi standa nú fyrir átaksverkefni þar sem fylgst er með því hversu vel íbúar á suðvesturhorninu nota stefnuljósin á bílum sínum. Innlent 20.11.2006 10:20
365 hf. ekki skráð í vísitölu Kauphallar í dag Skipting Dagsbrúnar hf. í tvö félög, Teymi og 365 hf., sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins sl. föstudag, veldur því að ekki er til viðskiptasaga fyrir 365 hf. í núverandi mynd. 365 hf. mun því ekki verða í hlutabréfavísitölum Kauphallarinnar í dag. Hlutir Teymis verða hins vegar skráðir í kauphöllina. Viðskipti innlent 20.11.2006 10:06
SP-Fjármögnun - Eignarhaldsfélagið kaupir ráðandi hlut í Verði Eignarhaldsfélagið ehf. keypti í dag 98% hlutafjár í Verði Íslandstryggingu hf. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins um að kaupendur fari með ráðandi hlut í félaginu. Samhliða kaupunum mun Guðmundur Jóh. Jónsson verða ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Viðskipti innlent 20.11.2006 10:01
Íslendingur liggur á gjörgæslu eftir líkamsárás í Lundúnum Íslendingur á fertugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum eftir að ráðist var á hann í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Lundúnum var maðurinn á ferð við Arnold Circus í austurhluta borgarinnar þegar þrír karlmenn réðust á hann um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Innlent 19.11.2006 22:13
Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla Björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum aðfaranótt sunnudags og í gærdag. Lögreglan þurfti að óska eftir aðstoð Strætós bs. til að ferja fólk heim úr miðbæ Reykjavíkur. Mikil ófærð var víða á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.11.2006 22:13
Varnargarður angrar siglfirska fjölskyldu Fjögurra manna fjölskylda á Siglufirði hefur öll sofið í sama herberginu í rúm tvö ár vegna vatnsleka frá snjóflóðavarnargarði. Bæjarfélagið og Ofanflóðasjóður íhuga nú ábyrgð sína. Hjónin eru þreytt á ástandinu og vilja varanlega lausn. Innlent 19.11.2006 22:13
Frábært færi og fjöldi gesta í brekkunum Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað almenningi um helgina, í fyrsta skipti í vetur. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, var veðrið gott og skíðafærið frábært alla helgina. Ekki var nægur snjór á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli til þess að hægt væri að opna þau. Innlent 19.11.2006 22:13