Erninum Sigurerni þyrmt 20. nóvember 2006 12:08 Örninn Sigurörn í Húsdýragarðinum MYND/Stefám Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt. Tveir dýralæknar fóru um garðinn í morgun og förguðu á annan tug alifugla með eitri. Það var því óvenju hljótt í garðinum í morgun og dauft yfir starfsfólkinu, skiljanlega. Eftir eru tveir fálkar og haförn, sem hafa verið vistaðir í garðinum um stundarsakir Þessir fuglar sem við sjáum hér eru villtir fuglar sem hefur verið gefið í garðinum en því á að hætta. Að sögn forstöðumannsins koma nokkur hundruð fuglar á dag í leit að æti en með því að hætta að gefa þeim flæmst þeir væntanlega í burtu. Síðustu mánuði hefur Landbúnaðarstofnun skimað fyrir fuglaflensu í ljósi yfirvofandi hættu á að hið skæða afbrigði fuglaflensu H5N1 geti borist til landsins. Tekin voru 160 blóðsýni af alifuglategundum sem öll voru neikvæð nema sýni sem tekin voru nýlega í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar voru tekin sýni úr 10 landnámshænum og reyndust fjögur jákvæð vegna mótefna gegn vægum tegundum af fluglaflensu af H5-stofni. Þrátt fyrir að mótefni hafi aðeins fundist gegn vægum afbrigðum af fuglaflensu og engin merki hafi verið um veikindi í fuglunum taldi Landbúnaðarstofnun nauðsynlegt að brugðist væri við með því að aflífa fuglana og varð landbúnaðarráðherra við þeirri tillögu. Alþjóðadýraheilbirgðisstofnunin hefur lagt til að fuglum þar sem H5-stofninn finnst verði fargað en vísindamenn telja að ef H5 veira sé fyrir hendi í fuglum geti verið hætta á að hún breytist úr því að vera væg yfir í að verða skæð. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt. Tveir dýralæknar fóru um garðinn í morgun og förguðu á annan tug alifugla með eitri. Það var því óvenju hljótt í garðinum í morgun og dauft yfir starfsfólkinu, skiljanlega. Eftir eru tveir fálkar og haförn, sem hafa verið vistaðir í garðinum um stundarsakir Þessir fuglar sem við sjáum hér eru villtir fuglar sem hefur verið gefið í garðinum en því á að hætta. Að sögn forstöðumannsins koma nokkur hundruð fuglar á dag í leit að æti en með því að hætta að gefa þeim flæmst þeir væntanlega í burtu. Síðustu mánuði hefur Landbúnaðarstofnun skimað fyrir fuglaflensu í ljósi yfirvofandi hættu á að hið skæða afbrigði fuglaflensu H5N1 geti borist til landsins. Tekin voru 160 blóðsýni af alifuglategundum sem öll voru neikvæð nema sýni sem tekin voru nýlega í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar voru tekin sýni úr 10 landnámshænum og reyndust fjögur jákvæð vegna mótefna gegn vægum tegundum af fluglaflensu af H5-stofni. Þrátt fyrir að mótefni hafi aðeins fundist gegn vægum afbrigðum af fuglaflensu og engin merki hafi verið um veikindi í fuglunum taldi Landbúnaðarstofnun nauðsynlegt að brugðist væri við með því að aflífa fuglana og varð landbúnaðarráðherra við þeirri tillögu. Alþjóðadýraheilbirgðisstofnunin hefur lagt til að fuglum þar sem H5-stofninn finnst verði fargað en vísindamenn telja að ef H5 veira sé fyrir hendi í fuglum geti verið hætta á að hún breytist úr því að vera væg yfir í að verða skæð.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira