Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla 20. nóvember 2006 07:00 Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær. Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær.
Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira