Innlent Könnunarviðræður halda áfram Könnunarviðræðum um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn lauk í dag. Þeim verður fram haldið á næsta ári auk þess sem rætt verður við Breta og Kanadamenn. Utanríkisráðherra segir að byggt verði á eldra samstarfi við þessar fjórar þjóðir. Innlent 19.12.2006 19:33 Á stærð við 15 knattspyrnuvelli Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu. Innlent 19.12.2006 18:59 Hefur áhyggjur af flugstjórnarmálum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur áhyggjur af stöðu flugumferðarstjórnar hér við land eftir að sextíu flugumferðarstjórar nýttu ekki lokafrest til að ráða sig hjá Flugstoðum sem tekur til starfa um áramót. Innlent 19.12.2006 18:57 Afeitrun Byrgisins var brot á lögum Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. Innlent 19.12.2006 17:22 Mikill samdráttur íbúðalána hjá innlánsstofnunum Verulegur samdráttur var á milli ára í nóvember í nýjum íbúðalánum innlánsstofnana, eða 77 prósent. Greiningardeild Landsbankans segir samdráttinn á milli ára svipaða frá miðju ári. Ný útlán banka hafi náð hámarki skömmu eftir að þau hófust haustið 2004 og fóru hæst í rúma 34 milljarða króna í október sama ár. Viðskipti innlent 19.12.2006 16:28 Byrgið þarf að rannsaka Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. Innlent 19.12.2006 12:31 Íslandsmarkaður breytir um nafn Á hluthafafundi Íslandsmarkaðar hf., 12. þessa mánaðar var ákveðið að breyta um nafn á félaginu. Það mun eftirleiðis heita Reiknistofa fiskmarkaða hf. Viðskipti innlent 19.12.2006 10:26 Viðræður um varnarsamstarf í fullum gangi Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Danmerkur hófust í Kaupmannahöfn í morgun og verður fram haldið í Reykjavík í febrúar. Fundað verður um varnarsamstarf með Norðmönnum á morgun og á næsta ári síðan rætt við Breta og Kanadamenn. Innlent 18.12.2006 18:58 Guðmundur í Byrginu látið af störfum Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Innlent 18.12.2006 18:43 Promens lýkur kaupum á Polimoon Promens hf., dótturfyrirtæki Atorku hefur fallið frá eftirfarandi skilyrðum í tengslum við kaup fyrirtækisins á Polimoon ASA. Gert er ráð fyrir að kaupunum verði lokið þann 28. desember næstkomandi. Viðskipti innlent 18.12.2006 17:03 Óbreytt verðbólga innan EES Samræmd vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins var óbreytt á milli mánaða í nóvember. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, hér á landi var óbreytt á milli mánaða eða 6,1 prósent, að sögn Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 18.12.2006 09:21 Bið á framboði Ekki náðist samkomulag um stofnun félags um þingframboð eldri borgara á fjölmennum fundi á Hótel Borg í dag. Ákveðið var að fresta afgreiðslu þeirra tillagna sem lagðar voru fyrir fundinn í dag. Skipuð var þriggja manna nefnd til að vinna áfram með málið og boðað til fundar aftur í janúar. Innlent 17.12.2006 19:45 Flugdólg hent úr vél í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvél á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanada. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Innlent 17.12.2006 19:37 Makalausar veislur til vandræða Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Innlent 17.12.2006 19:18 Óttuðust stórslys Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Innlent 17.12.2006 18:47 Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Innlent 17.12.2006 18:42 Eldri borgarar ræða framboð Fjölmennur fundur vegna mögulegs framboðs eldri borgara fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári stendur nú á Hótel Borg. Tillaga að framboði eldri borgara var samþykkt með miklum meirihluta á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir helgi. Innlent 17.12.2006 17:08 Cantat-3 jafnvel óvirkur í 2 til 3 vikur Hugsanlegt er að Cantat-3 sæstrengurinn verði óvirkur í 2 til 3 vikur. Bilun er í stengnum milli Íslands og Kanada, um 1500 km vestur af Íslandi á um 3000m dýpi. Líklegt er að kalla þurfi út viðgerðarskip vegna bilunarinnar. Innlent 17.12.2006 15:15 Flugdólgur skilinn eftir í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvéla á vegum Heimsferða á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanda. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Innlent 17.12.2006 13:25 Piparkökuhús verðlaunuð Til að búa til verðlauna- piparkökuhús þarf að vera skipulagður og hafa auga fyrir því smáa sem gefur lífinu lit, segja sigurvegarar í piparkökuhúsasamkeppni sem Grafarvogskirkja efndi til, en verðlaunin voru afhent í morgun. Innlent 17.12.2006 12:32 Færri kertabrunar Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Innlent 17.12.2006 12:18 Fangageymslur fullar í Reykjavík Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru fullar í morgun eftir erilsama en þó stórslysalausa nótt. Að sögn lögreglu var töluvert um ölvun í miðborginni. Lítið fór fyrir jólaskapinu nú þegar vika er til hátíðar ljóss og friðar. Erfiðlega gekk að tjónka við menn og fólk fært í fangageymslur þar sem það svaf úr sér áfengisvímu. Innlent 17.12.2006 11:46 Hluta miðbæjarins var lokað Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Sex menn út eiturefnadeild Slökkviliðsins í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt við að koma sýrunni undan eldtungunum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum leikur grunur á að kveikt hafi verið í. Innlent 17.12.2006 11:32 Fallegasti jólaglugginn Gluggi verslunar Blue Lagoon að Laugavegi 15 í Reykjavík hlaut viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar fyrir fallegasta jólagluggann í ár. Einar Örn Stefánsson framkvæmdastjóri félagsins sagði að einfalt og stílhreint útlit jólagluggans hefði vakið athygli dómnefndarinnar. Innlent 17.12.2006 10:38 Bilun í Cantat sæstreng Bilun kom upp í Cantat sæstreng Símans um kl. 23:30 í gærkvöld og hefur bilunin áhrif á netsamband til útlanda þar sem bandbreid minnkar. Ekki er vitað hvað veldur sambandsleysinu en unnið er að því að komast að hvað veldur. Bilunin hefur óveruleg áhrif á talsímaumferð. Innlent 17.12.2006 10:06 Óku á vegg Tvær stúlkur 16 og 17 ára gamlar, voru handteknar í Grindavík í nótt grunaðar um að hafa tekið bifreið ófrjálsri hendi og ekið henni á steinhleðsluvegg við skemmtistaðinn Festi. Þær sluppu án teljandi meiðsla en bifreiðin er mikið skemmd sem og veggurinn. Stúlkurnar gistu fangageymslur lögreglu í Keflavík í nótt. Innlent 17.12.2006 10:03 Fékk á sig steypuklump Kínverskur verkamaður slasaðist á Kárahnúkum í gær, þegar hann fékk á sig steypuklump í göngum þar sem nýbúið var að steypusprauta. Maðurinn var fluttur á slysadeild í gær og er enn haldið þar til eftirlits. Samkvæmt vakthafandi lækni er hann ekki alvarlega slasaður, og verður líklega útskrifaður seinna í dag. Innlent 17.12.2006 09:55 Grunur um íkveikju Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Innlent 17.12.2006 09:39 Viðræður við Dani á mánudaginn Könnunarviðræður Íslendinga og Dana um samstarf á sviði öryggismála fara fram í Kaupmannahöfn á mánudaginn. Íslensk stjórnvöld eiga von á að þurfa að leggja út í kostnað vegna hugsanlegs varnarsamstarfs. Innlent 16.12.2006 18:50 Jákvæðar viðræður um Hatton Rockall Í gær fóru fram í Kaupmannahöfn viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur, fyrir hönd Færeyja, um Hatton Rockall-málið, en öll þessi ríki gera tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á svæðinu. Innlent 16.12.2006 18:27 « ‹ 127 128 129 130 131 132 133 134 135 … 334 ›
Könnunarviðræður halda áfram Könnunarviðræðum um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn lauk í dag. Þeim verður fram haldið á næsta ári auk þess sem rætt verður við Breta og Kanadamenn. Utanríkisráðherra segir að byggt verði á eldra samstarfi við þessar fjórar þjóðir. Innlent 19.12.2006 19:33
Á stærð við 15 knattspyrnuvelli Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu. Innlent 19.12.2006 18:59
Hefur áhyggjur af flugstjórnarmálum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur áhyggjur af stöðu flugumferðarstjórnar hér við land eftir að sextíu flugumferðarstjórar nýttu ekki lokafrest til að ráða sig hjá Flugstoðum sem tekur til starfa um áramót. Innlent 19.12.2006 18:57
Afeitrun Byrgisins var brot á lögum Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. Innlent 19.12.2006 17:22
Mikill samdráttur íbúðalána hjá innlánsstofnunum Verulegur samdráttur var á milli ára í nóvember í nýjum íbúðalánum innlánsstofnana, eða 77 prósent. Greiningardeild Landsbankans segir samdráttinn á milli ára svipaða frá miðju ári. Ný útlán banka hafi náð hámarki skömmu eftir að þau hófust haustið 2004 og fóru hæst í rúma 34 milljarða króna í október sama ár. Viðskipti innlent 19.12.2006 16:28
Byrgið þarf að rannsaka Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. Innlent 19.12.2006 12:31
Íslandsmarkaður breytir um nafn Á hluthafafundi Íslandsmarkaðar hf., 12. þessa mánaðar var ákveðið að breyta um nafn á félaginu. Það mun eftirleiðis heita Reiknistofa fiskmarkaða hf. Viðskipti innlent 19.12.2006 10:26
Viðræður um varnarsamstarf í fullum gangi Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Danmerkur hófust í Kaupmannahöfn í morgun og verður fram haldið í Reykjavík í febrúar. Fundað verður um varnarsamstarf með Norðmönnum á morgun og á næsta ári síðan rætt við Breta og Kanadamenn. Innlent 18.12.2006 18:58
Guðmundur í Byrginu látið af störfum Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Innlent 18.12.2006 18:43
Promens lýkur kaupum á Polimoon Promens hf., dótturfyrirtæki Atorku hefur fallið frá eftirfarandi skilyrðum í tengslum við kaup fyrirtækisins á Polimoon ASA. Gert er ráð fyrir að kaupunum verði lokið þann 28. desember næstkomandi. Viðskipti innlent 18.12.2006 17:03
Óbreytt verðbólga innan EES Samræmd vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins var óbreytt á milli mánaða í nóvember. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, hér á landi var óbreytt á milli mánaða eða 6,1 prósent, að sögn Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 18.12.2006 09:21
Bið á framboði Ekki náðist samkomulag um stofnun félags um þingframboð eldri borgara á fjölmennum fundi á Hótel Borg í dag. Ákveðið var að fresta afgreiðslu þeirra tillagna sem lagðar voru fyrir fundinn í dag. Skipuð var þriggja manna nefnd til að vinna áfram með málið og boðað til fundar aftur í janúar. Innlent 17.12.2006 19:45
Flugdólg hent úr vél í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvél á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanada. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Innlent 17.12.2006 19:37
Makalausar veislur til vandræða Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Innlent 17.12.2006 19:18
Óttuðust stórslys Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Innlent 17.12.2006 18:47
Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Innlent 17.12.2006 18:42
Eldri borgarar ræða framboð Fjölmennur fundur vegna mögulegs framboðs eldri borgara fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári stendur nú á Hótel Borg. Tillaga að framboði eldri borgara var samþykkt með miklum meirihluta á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir helgi. Innlent 17.12.2006 17:08
Cantat-3 jafnvel óvirkur í 2 til 3 vikur Hugsanlegt er að Cantat-3 sæstrengurinn verði óvirkur í 2 til 3 vikur. Bilun er í stengnum milli Íslands og Kanada, um 1500 km vestur af Íslandi á um 3000m dýpi. Líklegt er að kalla þurfi út viðgerðarskip vegna bilunarinnar. Innlent 17.12.2006 15:15
Flugdólgur skilinn eftir í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvéla á vegum Heimsferða á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanda. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Innlent 17.12.2006 13:25
Piparkökuhús verðlaunuð Til að búa til verðlauna- piparkökuhús þarf að vera skipulagður og hafa auga fyrir því smáa sem gefur lífinu lit, segja sigurvegarar í piparkökuhúsasamkeppni sem Grafarvogskirkja efndi til, en verðlaunin voru afhent í morgun. Innlent 17.12.2006 12:32
Færri kertabrunar Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Innlent 17.12.2006 12:18
Fangageymslur fullar í Reykjavík Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru fullar í morgun eftir erilsama en þó stórslysalausa nótt. Að sögn lögreglu var töluvert um ölvun í miðborginni. Lítið fór fyrir jólaskapinu nú þegar vika er til hátíðar ljóss og friðar. Erfiðlega gekk að tjónka við menn og fólk fært í fangageymslur þar sem það svaf úr sér áfengisvímu. Innlent 17.12.2006 11:46
Hluta miðbæjarins var lokað Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Sex menn út eiturefnadeild Slökkviliðsins í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt við að koma sýrunni undan eldtungunum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum leikur grunur á að kveikt hafi verið í. Innlent 17.12.2006 11:32
Fallegasti jólaglugginn Gluggi verslunar Blue Lagoon að Laugavegi 15 í Reykjavík hlaut viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar fyrir fallegasta jólagluggann í ár. Einar Örn Stefánsson framkvæmdastjóri félagsins sagði að einfalt og stílhreint útlit jólagluggans hefði vakið athygli dómnefndarinnar. Innlent 17.12.2006 10:38
Bilun í Cantat sæstreng Bilun kom upp í Cantat sæstreng Símans um kl. 23:30 í gærkvöld og hefur bilunin áhrif á netsamband til útlanda þar sem bandbreid minnkar. Ekki er vitað hvað veldur sambandsleysinu en unnið er að því að komast að hvað veldur. Bilunin hefur óveruleg áhrif á talsímaumferð. Innlent 17.12.2006 10:06
Óku á vegg Tvær stúlkur 16 og 17 ára gamlar, voru handteknar í Grindavík í nótt grunaðar um að hafa tekið bifreið ófrjálsri hendi og ekið henni á steinhleðsluvegg við skemmtistaðinn Festi. Þær sluppu án teljandi meiðsla en bifreiðin er mikið skemmd sem og veggurinn. Stúlkurnar gistu fangageymslur lögreglu í Keflavík í nótt. Innlent 17.12.2006 10:03
Fékk á sig steypuklump Kínverskur verkamaður slasaðist á Kárahnúkum í gær, þegar hann fékk á sig steypuklump í göngum þar sem nýbúið var að steypusprauta. Maðurinn var fluttur á slysadeild í gær og er enn haldið þar til eftirlits. Samkvæmt vakthafandi lækni er hann ekki alvarlega slasaður, og verður líklega útskrifaður seinna í dag. Innlent 17.12.2006 09:55
Grunur um íkveikju Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Innlent 17.12.2006 09:39
Viðræður við Dani á mánudaginn Könnunarviðræður Íslendinga og Dana um samstarf á sviði öryggismála fara fram í Kaupmannahöfn á mánudaginn. Íslensk stjórnvöld eiga von á að þurfa að leggja út í kostnað vegna hugsanlegs varnarsamstarfs. Innlent 16.12.2006 18:50
Jákvæðar viðræður um Hatton Rockall Í gær fóru fram í Kaupmannahöfn viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur, fyrir hönd Færeyja, um Hatton Rockall-málið, en öll þessi ríki gera tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á svæðinu. Innlent 16.12.2006 18:27