Innlent

Eldri borgarar ræða framboð

Fjölmennur fundur vegna mögulegs framboðs eldri borgara fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári stendur nú á Hótel Borg.

Tillaga að framboði eldri borgara var samþykkt með miklum meirihluta á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir helgi. Félagið sjálft, sem telur níu þúsund manns úr öllum flokkum, mun þó ekki bjóða fram í eigin nafni þar sem lög þess banna það.

Tillögur eru nú til umræðu á fundinum og er meðal annars lagt til að félagið sem standi að framboðinu beri heitið "Heldri borgarar".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×