Óttuðust stórslys 17. desember 2006 18:47 Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Slökkviliðið í Eyjum barðist við eldinn í um tvær klukkustundir, hafði betur og réði niðurlögum hans um klukkan tíu í gærkvöld. Fjögur tonn af ediksýru sem notuð er sem rotvörn við matvælavinnslu var geymd í þúsund lítra opnum körum í húsnæðinu. Eldurinn logaði allt um kring og því kapp lagt á að koma sýrunni í held ílát. Sex eiturefnakafarar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt. Veður var gott í Vestmannaeyjum í gærkvöld, reykurinn barst út yfir hraun en ekki íbúðabyggð svo fólki stafaði ekki hætta af. Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lóðsinn hafi verið gerður klár og ráðstafanir gerðar til að nota hann ef eitthvað gerðist á hafnarsvæðinu. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, segir þetta ekki hafa áhrif á rekstur og áfram verði hægt að taka við hráefni. Ískyggilega margt bendir til þess að kveikt hafi verið í af ásettu ráði en rannsókn bendir til að eldurinn hafi komið upp á að minnsta kosti tveimur stöðum í gamalli síldarþró þar sem nægur var eldmaturinn, enda var hún notuð sem geymsla fyrir fiskikör úr plasti. Það minnir óneitanlega á stóra brunann sem varð þann 9. desember í fiskvinnsluhúsi Ísfélagins árið 2000, en eldsupptök þar voru einni rakin til karageymslu. Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Slökkviliðið í Eyjum barðist við eldinn í um tvær klukkustundir, hafði betur og réði niðurlögum hans um klukkan tíu í gærkvöld. Fjögur tonn af ediksýru sem notuð er sem rotvörn við matvælavinnslu var geymd í þúsund lítra opnum körum í húsnæðinu. Eldurinn logaði allt um kring og því kapp lagt á að koma sýrunni í held ílát. Sex eiturefnakafarar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt. Veður var gott í Vestmannaeyjum í gærkvöld, reykurinn barst út yfir hraun en ekki íbúðabyggð svo fólki stafaði ekki hætta af. Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lóðsinn hafi verið gerður klár og ráðstafanir gerðar til að nota hann ef eitthvað gerðist á hafnarsvæðinu. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, segir þetta ekki hafa áhrif á rekstur og áfram verði hægt að taka við hráefni. Ískyggilega margt bendir til þess að kveikt hafi verið í af ásettu ráði en rannsókn bendir til að eldurinn hafi komið upp á að minnsta kosti tveimur stöðum í gamalli síldarþró þar sem nægur var eldmaturinn, enda var hún notuð sem geymsla fyrir fiskikör úr plasti. Það minnir óneitanlega á stóra brunann sem varð þann 9. desember í fiskvinnsluhúsi Ísfélagins árið 2000, en eldsupptök þar voru einni rakin til karageymslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira