Innlent

Fréttamynd

Gengið frá viðskiptum Straums og FL Group

Gengið hefur verið frá viðskiptum á 22,6% heildarhlutafjár í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf., á milli bankans og fjárfesta annars vegar og FL Group hf. hins vegar. Heildarkaupverð nemur 42,1 milljarði króna og greiðast um 28,3 milljarðar króna í reiðufé, um 10,2 milljarðar króna með hlutum í finnska flugfélaginu Finnair og um 3,5 milljarðar króna með hlutum í skráðum íslenskum félögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan fellur eftir lækkað lánshæfismat ríkissjóðs

Krónan hefur fallið um tæp þrjú prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor’s greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands. Matsfyrirtækið segir lækkanirnar endurspegla minnkandi aðhald í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga á næsta ári og líkur hafi aukist á harðri lendingu í efnahagslífinu. Moody´s matsfyrirtækið staðfestir hinsvegar gildandi mat. Fjárlög fyrir næsta ár sögð þensluhvetjandi og á skjön við peningamálastefnu Seðlabankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandic Group selur VGI

Icelandic Group hefur gert samning um sölu á öllum hlutabréfum í VGI ehf, sem framleiðir umbúðir og rekstrarvörur til matvælafyrirtækja. Söluverð nemur 270 milljónum króna. Samningurinn tekur gildi á Nýársdag og taka nýir stjórnendur við rekstri félagsins frá þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir lægri verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings segir flest benda til að verðbólga hafi náð hámarki. Vegna vísbendinga um að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum muni draga úr verðbólguþrýstingi. Muni verðbólgumarkmiðið Seðlabankans verða náð á þriðja fjórðungi næsta árs. Greininardeildin spáir því sömuleiðis, að fasteignaverð muni lækka um 4 prósent á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Össur kaupir franskt stoðtækjafyrirtæki

Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur keypt franska fyrirtækið Gibaud Group fyrir um 132 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 9,2 milljarða íslenskra króna. Gibaud Group er forystufyrirtæki í Frakklandi á sviði þróunar og framleiðslu á stuðningstækjum með sérstakri áherslu á spelkur og vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir (phlebology).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þakplötur á ferð og flugi um land allt

Björgunarsveitir víða um land hafa verið ansi uppteknar í kvöld en veðurofsinn hefur verið mikill. Þakplötur hafa víða tekist á loft sem og fótboltamörk í Vík í Mýrdal. Björgunarsveitin á Akranesi er enn með vakt við höfnina en smábátar hafa losnað upp en þá tókst þó að festa aftur.

Innlent
Fréttamynd

Ingunn AK komin að landi á ný

Landfestar togarans Ingunn AK gáfu sig í óveðrinu í kvöld og rak hann um höfnina um tíma. Rakst hann meðal annars í löndunarkrana hjá fiskimjölsverksmiðjunni og skemmdi hann en dansaði framhjá togaranum Bjarna Ólafssyni AK.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsmagn í Ölfusá minnkar

Lögreglan á Selfossi sagði í kvöld að flóðið í Ölfusá væri að minnka samkvæmt mælum í ánni og er búist við því að það taki vatnsmagnið um sólarhring að fara niður fyrir varúðarmörk. Einnig hefur gengið mjög vel að dæla upp úr húsum sem flæddi inn í svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Öxnadalsheiði lokuð vegna veðurs

Lögreglan á Akureyri var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu um að vegurinn á Öxnadalsheiði hefði lokast. Starfsmenn vegagerðarinnar eru að störfum við að aðstoða bíla sem fastir eru en einn flutningabíla er fastur þversum á veginum.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys í Hafnarfirði

Árekstur varð á mótum Álftanesvegar og Hafnarfjarðarvegar, eða Engidalnum, um klukkan hálf átta í kvöld. Skemmdust báðir bílar það mikið að þurfti að draga þá af vettvangi. Ökumaður annars bílsins þurfti að fara á slysadeild til skoðunar en enginn meiddist alvarlega í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur samþykkir framboðslista í Reykjavíkurkjördæmum

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður voru samþykktir á fundi í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, verður í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, verður í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík norður í alþingiskosningunum í maí á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skriðuhætta ekki enn liðin hjá

Talið er að skriðuhætta sé ekki enn liðin hjá í innanverðum Eyjafirði og þá sérstaklega við bæinn Grænuhlíð. Í ljósi þess er lagt til að fólk hafist ekki við á þeim bæjum sem í mestri hættu eru taldir, það er á svæðinu frá Æsustöðum að Arnarfelli, að báðum bæjum meðtöldum.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur fá kartöflu í skóinn frá Seðlabankanum

Íslenskir neytendur hafa aldrei verið bjartýsnni en nú ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í dag. Gildi vísitölunnar hækkaði um 17,3 prósent á milli mánaða og 8,5 prósent á milli ára og hefur aldrei verið hærri. Greiningardeild Kaupþings segir bjartsýnina skjóta skökku við á sama tíma og peningalegt aðhald Seðlabankans sé í hæstu hæðum. Sé bjartsýnin vísbending um þróun einkaneyslu veitir neytendum ekki af kartöflu í skóinn frá Seðlabankanum, að sögn deildarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis selur lyfjaverksmiðju í Noregi

Actavis hefur selt lyfjaverksmiðju sína í Lier í Noregi til norska tryggingafélagsins Storebrand fyrir 10 milljónir evra eða 900 milljónir íslenskra króna. Actavis hefur jafnframt gert fimm ára framleiðslusamning við sænska framleiðslufyrirtækið Inpac, sem leigir verksmiðuna af Storebrand.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabanki hækkar vexti um 0,25 prósentur

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,28%, verð hlutabréfa einnig og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,35%.

Innlent
Fréttamynd

Metrennsli í Norðurá

Í Borgarfirði hafa ár flætt yfir bakka sína og gamla brúin yfir Hvítá, milli Ferjukots og Hvítarvalla, er lokuð og íbúar í Ferjukoti því innlyksa.

Innlent
Fréttamynd

Bæir innlyksa vegna flóða í Hvítá

Hvítá í Árnessýslu er í miklum ham og var brúnni á Brúarhlöðum lokað í morgun þar sem áin flæddi yfir hana. Eins eru átta íbúðarhús innlyksa í Auðsholti þar sem Hvítáin beljar allt um kring.

Innlent
Fréttamynd

Actavis kaupir lyfjaverksmiðju á Indlandi

Actavis hefur keypt verksmiðju indverska lyfjafyrirtækisins Grandix Pharmaceuticals, sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun samheitalyfja. auk þess sem Actavis hefur opnað nýja þróunareiningu á Indlandi sem mun sérhæfa sig í þróun virkra lyfjaefna. Kaupverð er ekki gefið upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moody's staðfestir lánshæfismat bankanna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s Investors Service staðfestir lánshæfiseinkunnir viðskiptabankanna þriggja í nýrri skýrslu þar sem fjallað er um bankakerfið á Íslandi. Matsfyrirtækið segir lánshæfishorfur bankanna stöðugar en hvað varðar einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika þá eru horfur neikvæðar fyrir Glitni og Landsbankann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taka þarf upp evru lagist ekki hagstjórnin

Hysji stjórnvöld ekki upp um sig buxurnar í stjórn efnhagsmála er upptaka evru eina leiðin til að hér náist stöðugleiki í efnahagsmálum, sagði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þegar hann kynnti nýja skýrslu um hagstjórnarumhverfið á Íslandi í morgun. Skýrslan er áfellisdómur yfir hagstjórn bæði ríkis og sveitarfélaga auk þess sem Seðlabankinn er sagður hafa gert mistök í stjórn peningamála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tímaspursmál hvaða banki yrði fyrstur

Ekki virðast í bráð uppi ráðagerðir hjá stóru viðskiptabönkunum að færa bókhald sitt yfir í evrur líkt og Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur upplýst um að hann ætli að gera um áramót. Málið hefur þó verið rætt og er til stöðugrar endurskoðunar bæði í Landsbankanum og Glitni. Kaupþing kýs hins vegar að tjá sig ekki um málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VÍS styrkir Einstök börn

Í stað þess að senda jólakort tóku stjórnendur VÍS þá ákvörðun að styrkja Einstök börn um andvirði þeirra fjárhæðar sem varið hefur verið til slíks. Verður styrknum varið í stuðning við börn og barnafjölskyldur sem vegna sérstakra aðstæðna þurfa á stuðningi að halda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nú sér fyrir endann á hækkunarferli stýrivaxta

Hvort sem Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti lítillega á aukavaxtaákvörðunardegi sínum á morgun eða heldur þeim óbreyttum ber sérfræðingum saman um að eftir áramót verði ferli stýrivaxtahækkana bankans sem hófst í maí 2004 örugglega lokið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM Software styrkir Ljósið

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur ákveðið að styrkja Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Stuðningurinn felst í að veita Ljósinu afnot af sjúkraskrárkerfinu Sögu, sem Ljósið fær aðgang að í gegnum iCura-kerfisveitu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vodafone með stærstu búð hér

Í Skútuvogi í Reykjavík hefur verið opnuð stærsta Vodafone-verslun í heimi, um 400 fermetrar að stærð. Í tilkynningu Vodafone á Íslandi kemur fram að vöruúrvalið í búðinni sé einstakt og hún sé ein af fyrstu Vodafone-verslununum í heimi sem byggja á byltingarkenndri hönnun sem færa á viðskiptavinum nýja sýn á vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins.

Viðskipti innlent