Viðskipti innlent

Össur kaupir franskt stoðtækjafyrirtæki

Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur keypt franska fyrirtækið Gibaud Group fyrir um 132 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 9,2 milljarða íslenskra króna. Gibaud Group er forystufyrirtæki í Frakklandi á sviði þróunar og framleiðslu á stuðningstækjum með sérstakri áherslu á spelkur og vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir (phlebology).

Össur tekur við rekstri Gibaud Group frá og með deginum í dag.



Í tilkynningu frá Össuri til Kauphallar Íslands segir að kaupin á Gibaud Group séu önnur stærstu fyrirtækjakaup Össurar og falli vel að þeirri stefnu félagsins að víkka út starfsemina á sviði stuðningstækja.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar segir kaupin mikilvægan áfanga í sókn Össurar inn á stuðningstækjamarkaðinn því með þeim fái Össur aðgang að nýjum og mikilvægum hluta evrópska markaðarins fyrir vörur til notkunar við blóðrásarmeðferð, sem fellur vel að sölukerfum stuðningstækjafyrirtækja í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×