Viðskipti innlent

Taka þarf upp evru lagist ekki hagstjórnin

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. Mynd/Stefán
Hysji stjórnvöld ekki upp um sig buxurnar í stjórn efnhagsmála er upptaka evru eina leiðin til að hér náist stöðugleiki í efnahagsmálum, sagði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þegar hann kynnti nýja skýrslu um hagstjórnarumhverfið á Íslandi í morgun. Skýrslan er áfellisdómur yfir hagstjórn bæði ríkis og sveitarfélaga auk þess sem Seðlabankinn er sagður hafa gert mistök í stjórn peningamála.

„Ef samspil hagstjórnartækja verður ekki þannig að hér verði eðlilegur hagvöxtur, sem ekki leiðir af sér þenslu, getur verið að hægt sé að neyða fram það umhverfi með því að taka upp nýja gjaldmiðil," segir Tryggvi. Skýrslan ber heitið „Hagstjórnarumhverfið og sambýli atvinnuvega," og er unnin að beiðni Samtaka atvinnulífsins. Hún var kynnt á fundi í húsnæði samtakanna fyrir í morgun.

Tryggvi Þór benti á að þótt auðvelt væri að vera vitur eftir á og margt í hagstjórnarumhverfinu sem komið hefði á óvart, þá hefði verið búið að vara við ýmsum hlutum, svo sem breytingum á íbúðalánamarkaði sem stjórnvöld hefðu þó skellt skollaeyrum við. Í hagstjórninni hafi hins vegar verið misvægi, svo sem að draga ekki úr útgjöldum ríkissjóðs um leið og skattar eru lækkaðir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×