Viðskipti innlent

Actavis selur lyfjaverksmiðju í Noregi

Actavis hefur selt lyfjaverksmiðju sína í Lier í Noregi til norska tryggingafélagsins Storebrand fyrir 10 milljónir evra eða 900 milljónir íslenskra króna. Actavis hefur jafnframt gert fimm ára framleiðslusamning við sænska framleiðslufyrirtækið Inpac, sem leigir verksmiðuna af Storebrand.

Actavis eignaðist verksmiðjuna í desember 2005 við kaupin á lyfjafyrirtækinu Alpharma og hefur hún aðallega framleitt töflur, krem og smyrsli, einkum til sölu á Norðurlöndunum, Evrópu og Mið-Austurlöndum.

Í tilkynningu frá Actavis segir að sala verksmiðjunnar sé í samræmi við markmið félagsins um samþættingu framleiðslueininga og að styrkja framlegðarstig samstæðunnar á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×