Fíkn

Fréttamynd

Ró­leg nótt hjá lög­reglu

Nóttin var róleg hjá lögreglunni samkvæmt dagbók lögreglu. Alls voru 29 mál skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til klukkan fimm í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég get þetta ekki lengur“

„Ég hringdi einn daginn í bróðir minn og spurði hvort hann gæti skutlað mér niður á spítala, ég ætlaði að reyna að koma mér inn á geðdeild. Ég er svo þakklát að mér hafi verið hleypt þar inn því þarna hugsaði ég, ég get þetta ekki lengur,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir en hún er tveggja barna móðir sem kom sér af götunni fyrir nokkrum árum og hefur átt gott líf síðan.

Lífið
Fréttamynd

Nomalí­sering dag­legrar neyslu vímu­efna er upp­gjöf

Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað má velferðin kosta?

Hvað á að fórna mörgum mannslífum áður en við tímum að borga fyrir meðferð og löggæslu? Hvað má velferðin kosta?

Skoðun
Fréttamynd

Enn á lífi því kærastan kom snemma heim

Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum.

Innlent
Fréttamynd

Nespresso ekki fyrir ó­breytta starfs­menn

Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. 

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýsa netspilavíti með króka­leiðum

Erlent netspilavíti auglýsir í íslensku sjónvarpi með krókaleiðum. Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn segir fjárhættuspil á netinu vera normalíseruð í samfélaginu sem getur valdið miklum skaða.

Innlent
Fréttamynd

Var­úð: Drykkurinn veldur ölvun og dóm­greindar­leysi!

Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni.

Skoðun
Fréttamynd

Fé­lags­lækningar og frelsi til bata

Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Um skaða­minnkun og við­halds­með­ferð

Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjá­tíu milljónir til verk­efna gegn fíknisjúkdómum

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þrjátíu milljónum króna í styrki til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna sem miða að því að vinna gegn fíknisjúkdómum, einkum ópíóíðafíkn. Hæsti styrkurinn, átta milljónir króna, rennur til verkefnis Matthildar, samtaka um skaðaminnkun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að gistiskýlin séu opin allan daginn yfir jólin

Hópur heimilislausra manna mótmæltu lokun gistiskýlanna í Ráðhúsinu í dag. Þeir vilja fá að vera á sama staðnum allan daginn, og sérstaklega yfir jólin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks segja hægt að gera meira fyrir heimilislausa. 

Innlent
Fréttamynd

Skaða­minnkandi lyfja­með­ferð við ópíóíða­fíkn

Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði.

Skoðun
Fréttamynd

Rósum prýdd mót­mæli á Austur­velli

Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda.

Skoðun
Fréttamynd

Lyfja­með­ferð í skaðaminnkun

Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð.

Skoðun
Fréttamynd

Að verða edrú breytti öllu

Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir. 

Lífið
Fréttamynd

Hversu margir þurfa að deyja?

Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns.

Skoðun